13.06.2018
Bæjarstjórn Akraness hefur undanfarin ár margsinnis vakið athygli samgönguyfirvalda á brýnni nauðsyn þess að auknum fjármunum verði varið til endurbóta á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að auka umferðaröryggi og greiða för.
13.06.2018
Lögregluembættin á Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Vesturlandi, ásamt dómsmálaráðuneytinu, hafa nú fest kaup á hemlunarprófara til þess að efla eftirlit með hemlunarbúnaði.
12.06.2018
Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC) hefur krafist þes að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen Group bjóði þýskum eigendum sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sömu bætur og greiddar hafa verið í Bandaríkjunum.
11.06.2018
Mikill uppgangur er hjá sænska bílaframleiðandanum Volvo um þessar mundir. Fyrirtækið er að koma inn á markaðinn með athyglisverða bíla sem vakið hafa áhuga og hefur sala á bílum verið einstaklega góð. Uppgjör fyrirtækisins fyrir síðasta ár sýna glæsilega útkomu en hagnaðurinn nam yfir 180 milljörðum króna og hefur hann aldrei verið meiri.
08.06.2018
Umferðin yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi jókst um 3,8% í nýliðnum maí mánuði. Aukning frá áramótum mælist 5,6% sem er rúmlega tvöfalt minni en á sama tíma á síðasta ári. Umferðaraukning á Hringvegi stefnir í 3,5%, sem er mun minni aukning en undanfarin ár. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
08.06.2018
Nýr A-class hefur breyst talsvert í útliti á milli kynslóða. Bíllinn hefur breikkað og lengst svo pláss fyrir farþega og farangur er því töluvert meira en í forveranum. A-Class er orðin hátæknivæddur eins og stærri lúxusbílar Mercedes-Benz og er búinn nýju MBUX kerfi sem bætir til muna allt notendaviðmót.
07.06.2018
Jaguar hefur gert samstarfssamning við Waymo um þróun sjálfstýringar í rafknúna lúxussportjeppann Jaguar I-Pace sem Waymo hyggst nota í ökumannslausum almenningssamöngum.
07.06.2018
Síðustu daga skólaársins vinna nemendur 10. bekkjar Vogaskólalokaverkefni sem þeir kynna svo fyrir samnemendum, kennurum og foreldrum sínum. Lokaverkefni hópsins ,,SPENNT“, þeirra Gígju Karitasar Thorarensen, Kristínar Lovísu Andradóttur og Svölu Lindar Örlygsdóttur fjallaði um nauðsyn öryggisbelta. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu.
06.06.2018
Vesturlandsvegur um Kjalarnes hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu í kjölfar banaslysa en það sem af er árinu hafa tveir látist á þessum vegakafla. Síðara banaslysið var sl.mánudagskvöld, auk þess sem átta einstaklingar úr slysinu slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mikill þrýstingur hefur verið lagður á stjórnvöld að grípa til aðgerða á Vesturlandsveginum.
05.06.2018
Þau merku tímamót urðu í liðinni viku að hundrað þúsundasti bíllinn af tegundinni Nissan Leaf var nýskráður eiganda sínum. Undanfarna rúma sjö mánuði hafa Evrópubúar lagt inn pöntum fyrir meira en 37 þúsund nýjum Leaf. Eitt hundrað þúsundasti bíllinn af tegundinni Nissan Leaf var seldur í Madríd.