Fréttir

Umferð á Hringveginum jókst í janúar

Umferðin í janúar sem leið jókst um 5,9 prósent miðað við sama mánuð á síðast ári sem kemur ef til vill svolítið á óvart þar sem tíðarfar var frekar erfitt í mánuðinum og þörf á lokunum fjallvega tíðari en oft áður. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Tölur vestan hafs gefa góð fyrirheit

Bílaframleiðendur geta verið tiltölulega ánægðir í upphafi árs en sölutölur gefa til kynna þó nokkra söluaukningu, bæði í Evrópu og eins vestan hafs. Í Bandaríkjunum heldur GM áfram sínum hlut en framleiðandinn seldi tæplega 200 þúsund bíla í janúar sem er örlítil aukningu frá sama mánuði í fyrra.

Mikil aukning í bílasölu í janúar

Ekkert lát er í bílasölu á Íslandi en samkvæmt nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu er 29,2% aukning í sölu á bílum í janúar nýliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Alls seldust 1.810 bílar í janúar í ár miðað við 1.402 bíla í janúar í fyrra.

Hyundai Eletric kom best út úr umhverfisprófunum

Samkvæmt umhverfisprófunum, sem laut að eldsneytis- og orkunýtingu og losun koltvísýrings ( co2) sem ADAC, Félag þýskra bifreiðaeigenda lét vinna, komu rafmagns- og tengiltvinnbílar sérlega vel út. Fjögur rafknúin ökutæki og einn tengiltvinnbíll röðuðu sér í efstu sætin og fengu fimm stjörnur. 105 tegundir bifreiða tóku þátt í könnunni.

Sala hafin á þjónustu í hlöðum ON

Í hlöðum Orku náttúrunnar, þar sem rafbílaeigendum er boðið upp á hraðhleðslu, verður þjónustan hér eftir seld. ON hefur boðið rafbílaeigendum þessa þjónustu frítt allt frá árinu 2014 en hún verður nú seld á 19 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund. Rafbílaeigendur sem hyggjast kaupa þjónustuna verða að hafa virkjað hleðslulykil frá ON.

73% allra ferða farnar í einkabíl á höfuðborgarsvæðinu

Umfangsmikil könnun á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins fór fram í október 2017. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Ferðamátaval Reykvíkinga breytist ekki mikið frá fyrri könnunum en sýnir nú almennan vöxt í samgöngum.

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

Hekla hf. kallar inn 23 Mitsubishi ASX bifreiðar árgerð 2016. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að hurðarlæsing virki ekki rétt við hátt hitastig. Bilun getur valdið því að hurð lokast ekki nægilega vel og hættu á að hurð geti opnast í akstri.

Rafmagnsbíll frá Volvo á markað á næsta ári

Óhætt er að segja að forsvarsmenn Volvo, sænsku bílaverksmiðjunnar, sitja ekki með hendur í skauti en tilkynningar um ýmsar nýjungar og spennandi framtíðarsýn hafa verið að líta dagsins ljós á síðustu mánuðum. Breska bílatímaritið Autocar greinir frá því á vefsíðu sinni að á næsta ári ætlar Volvo að koma með á markað með sinn fyrsta alhliða rafmagnsbíl.

Apar og menn önduðu að sér útblæstri úr bílum í tilraunaskyni

Enn á ný eru þýsku bílaframleiðendur að koma sér í fréttirnar. Nú hafa borist spurnir að því að bílaframleiðendurnir hafi fjármagnað tilraunir þar sem apar og menn önduðu að sér útblæstri úr bílum. Markmiðið hafi verið að sýna fram á dísil sem umhverfisvænt eldsneyti.

Kanadískir neytendur frá greiddar bætur

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen samþykkti fyrir helgina að greiða kanadískum neytendum skaðabætur að upphæð 290 milljónum evra, sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sem upp komst 2015.