Fréttir

Umferðartafir kosta þjóðfélagið mikið fé

Í umfjöllun Morgunblaðsins um að bílaumferðin hafi aldrei verið meiri á höfuðborgarsvæðinu segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að kvörtunum vegna umferðatafa á umræddu svæði hafi farið fjölgandi síðustu ár.

Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco

Varlega áætlað má gera ráð fyrir að innkoma Costco á olíumarkaðinn hafi lækkað eldsneytisverð að meðaltali á landinu öllu um 10 krónur á lítra. Þessi 10 krónu lækkun sparar neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða nálægt 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi.

Nýr þjónustuaðili FÍB í Ólafsvík

FÍB býður félagsmönnum uppá vegaaðstoð víða um land þar sem boðið er uppá dekkjaaðstoð, startaðstoð, eldsneytisaðstoð og dráttarbílaþjónustu.

Norðfjarðargöng formlega opnuð

Í dag, laugardaginn 11. nóvember, verða Norðfjarðargöng formlega opnuð á hefð-bundinn hátt. Athöfnin fer fram við gangamunnann Eskifjarðar-megin. Kaffisamsæti verður að athöfn lokinni í Dalahöllinni, í Fannardal, Norðfirði.

Hringvegurinn færist á laugardag

Laugardaginn 11. nóvember mun formlega ganga í gildi sú breyting á vegnúmerum á Austurlandi að framvegis liggur þjóðvegur númer 1, Hringvegurinn, um Suðurfirðina en ekki um Breiðdalsheiði líkt og verið hefur.

Ökumenn fóru yfir á rauðu á öðru hverju ljósi að jafnaði

Samkvæmt niðurstöðu könnunnar sem VÍS vann á tveimur fjölförnum gatnamótum í borginni á dögunum kemur í ljós að allt of margir virða ekki umferðarreglur og aka yfir á rauðu ljósi. Könnunin var gerð á annatíma, að morgni og síðdegis og sýndi að farið var yfir á rauðu á öðru hverju ljósi að jafnaði.

Hekla hf innkallar Mitsubishi

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir Mitsubishi bifreiðum. Um er að ræða þrjár innkallanir:

Stefnir í að bílasala hér á landi slái fyrri met

Bílasala á Íslandi í október var einstaklega góð og ef fram heldur sem horfir virðist allt stefna í að salan slái fyrr met hér á landi. Í nýjustu tölum frá Bílagreinasambandi Íslands kemur í ljós að bílasalan á yfirstandandi ári verði á þriðja tug þúsunda nýskráðra bíla.

Nissan Qashqai annar mest seldi bíllinn í Evrópu í september

Norski bílavefurinn BilNorge greinir frá því að sala á nýjum bifreiðum í Evrópu hafa tekið kipp í september. Svolítill afturkippur var á markaðnum þar á undan en svo virðist sem markaðurinn sé að rétta úr kútnum eins og kemur fram í fréttum.

Mikil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu í október

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um ríflega níu prósent í nýliðnum október og hefur ekki aukist jafnmikið síðan árið 2007. Umferðin í ár hefur aukist um heil 8,5 prósent sem þýðir að alls hafa 51 milljón ökutækja farið um mælisniðin þrjú á 10 mánuðum. Það stefnir í að umferðin aukist um átta prósent í ár sem er gríðarlega mikil aukning.