11.10.2017
Miðvikudaginn 11. október kannaði FÍB verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar á landsbyggðinni á þessu hausti.
11.10.2017
Englendingarnir Stuart McBain og Mark Gorecki fóru á dögunum hringin í kringum Ísland á rafbílum en ferðin var haldin í tengslum við ráðstefnuna Charge – Energy Branding sem haldin var hér á landi í annað sinn.
10.10.2017
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í september jókst um 7,2 prósent. Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 8,4 prósent sem er næst mesta aukning umferðar á þessu tímabili frá því þessar mælingar hófust árið 2005.
09.10.2017
Fyrsta skóflustungann var tekin á dögunum að nýju Kia húsi að Krókhálsi 13. Húsið verður rúmlega 3 þúsund fermetrar að stærð á tveimur hæðum og verður byggt við hliðina á núverandi höfuðstöðvum Öskju að Krókhálsi 11. Áætluð verklok við byggingu Kia hússins eru um mitt ár 2018.
06.10.2017
12 bílar hafa verið valdir í úrslit í valinu á bíl ársins 2018 en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins í ellefta skiptið. Alls 30 bílar voru tilnefndir í valinu.
06.10.2017
Orka náttúrunnar og N1 opnuðu í dag hlöður með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöðvar N1 í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. ON rekur nú alls 19 hlöður víðs vegar um landið og eru sex af þeim við þjónustustöðvar N1.
06.10.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg um innköllun á Citroén C5 og Peugeot 3000 bifreiðum sem framleiddar frá apríl til júní árið 2016. Ástæða innköllunarinnar er að kanna þarf staðsetningu víra sem tengjast við startara, og lagfæra þá ef þörf krefur. Ef vírarnir eru ekki rétt staðsettir er hætta á að startarinn of hitni.
05.10.2017
Á opnum fundi Samtaka Iðnaðarins sem haldinn var í dag var kynnt skýrsla um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi en þar er gerð m.a. ítarleg úttekt á vegakerfinu. Þar kemur fram að þurfa mun 140-150 milljarða til þess að koma vegakerfinu í ásættanlegt horf en stórir hlutar vegakerfisins uppfylla ekki lágmarksviðmið sem lúta að gæðum.
05.10.2017
Hyundai Motor er í 35. sæti á lista yfir 40 verðmætustu fyrirtæki heims þriðja árið í röð. Fyrirtækið er nú metið á 13,2 milljarða bandaríkjadala sem er hækkun um 5,1% frá fyrra ári. Hyundai er nú sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims samkvæmt alþjóðlega greiningafyrirtækinu Interbrand.
04.10.2017
Í dag var umferð hleypt á nýja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn og er þá Hringvegurinn allur opinn á ný. Brúin yfir Steinavötn laskaðist í miklum vatnavöxtum á fimmtudag í síðustu viku þegar grófst undan einum stöplinum. Þegar var hafist handa við smíði bráðabirgðarbrúar sem nú er opnuð allri umferð sex dögum síðar.