05.12.2017
Engar áætlanir er uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en þetta kom fram þegar ríkisstjórnin kom saman til fundar í dag þar sem fjárlagafrumvarpið var tekið fyrir og áherslur einstakra ráðherra.
05.12.2017
Umferðin um 16 lykiltalningarstaði Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um 7,2 prósent í nýliðnum nóvember mánuði. Mest jókst umferðin á Suðurlandi og þar mest um teljara á Mýrdalssandi. Þar jókst umferðin um 30 prósent. Útlit er fyrir að umferðin aukist um meira en 10 prósent í ár, sem yrði næstmesta aukningin a.m.k. síðan 2005. Þetta kemur fram í tölum sem Vegagerðin var að gefa frá sér.
04.12.2017
Í vinnu við nýtt fjárlagafrumvarp verður sett ákveðið mark á bæði tekju- og gjaldahlið og segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vinnuna í þeim efnum ganga vel. Ráðherrann vill ekki ræða einstaka þætti fjárlagafrumvarpsins en bendir þó á að álag á eldsneyti verði endurskoðað að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
01.12.2017
Að undanförnu og raunar allt þetta ár hefur töluvert verið um innbrot í bíla og hefur lögreglan varað eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja eftir verðmæti í bílunum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að verðmæti séu ekki í augsýn.
30.11.2017
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að ítrekað hafi verið bent á hættuna af girðingum sem hafa verið notaðar víðsvegar um Reykjavík á milli akreina til að hindra gangandi vegfarendur í að fara yfir stórar umferðargötur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
30.11.2017
Volvo bílaverksmiðjurnar hafa ráðist í raðsmíði á nýjum jeppling og er áætlað að fyrstu bílarnir komi á markað fyrir næsta vor. Smíði þessa bíls fer fram í verksmiðju fyrirtækisins í borginni Gent í Belgíu og hafa þegar borist yfir 13 þúsund pantanir í bílinn.
29.11.2017
Eins og komið hefur fram hefur Vegagerðin ákveðið að fjarlægja ákveðna tegund girðinga meðfram umferðargötum á höfuðborgarsvæðinu eftir banaslys á Miklubraut sl. laugardag. Í slysinu kastaðist maður út úr bíl og hafnaði á girðingu sömu gerðar og Vegagerðin ætlar að fjarlægja.
28.11.2017
Í kjölfar banaslyss á Miklubraut sl. laugardag hefur Vegagerðin ákveðið að fjarlægja allar grófar járngirðingar meðfram götum. Í banaslysinu kastaðist maður út úr bíl og hafnaði á járngirðingu en hann missti stjórn á bifreið sinni sem fór við það utan í vegrið.
27.11.2017
Samgöngumál er ein af grunnstoðum samfélagsins. Í ár er gert ráð fyrir að rösklega 70 milljarðar króna renni í ríkissjóð úr vasa bíleigenda. Á sama tíma á aðeins að verja um 30% af þessum skatttekjum til viðhalds og nýbyggingar vega.
27.11.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf ehf um innköllun á Nissan bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2001 - 2013.