Fréttir

Mercedes-Benz styður við förgun eldri dísilbíla á Íslandi

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur hrundið af stað átaki sem ætlað er að draga úr mengun. Fyrirtækið ætlar að greiða 250.000 króna aukalega fyrir bíla sem tilheyra Euro 1 til Euro 4 mengunarstaðli óháð tegundum, akstri og ásigkomulagi og skuldbinda sig jafnframt til að farga bílum sem menga mest.

Aukin útgjöld á einn bíl um 30 til 60 þúsund krónur fyrir hverja fjölskyldu

Eldsneytiskostnaður er veigamikill þáttur í framfærslu heimilanna og hækkun skatta á eldsneyti eykur verðbólgu með tilheyrandi hækkun á verðtryggðum skuldum heimilanna og þyngri afborgunum. Það er ljóst að eldsneytishækkanirnar koma verst niður á þeim fjölskyldum sem hafa minni tekjur og þeim sem búa á jaðarsvæðum á landsbyggðinni og þurfa að sækja alla þjónustu um langan veg.

FÍB hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi hækkunum

Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2018 sem fjármálaráðherra kynnti í gær eru boðaðar miklar hækkanir á eldnsneytissköttum . Í kjölfarið fór af stað mikil umræða en bifreiðaeigendum finnst ansi hart að þeim vegið enda ljóst að reksturskostnaður bíla mun hækka umtalsvert.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar gríðarlega skattahækkun á bílanotkun

Í fjárlagafrumvarpi sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti í morgun verður olíu- og bensíngjald ,,jafnað" á næsta ári. Áhrif þess hefur í för með sér um 9 krónu hækkun á bensínlitra og um 22 krónu hækkun á dísilolíu. Þessar breytingar munu skila ríkissjóði um 6,6 milljörðum króna í auknar tekjur af eldsneytissköttum á næsta ári.

Rannsókn leiðir í ljós svindlbúnað í bílum frá PSA Peugeot Citroën

Grunur manna að ekki hafi allt verið með feldu í dísilbílasmíði PSA Peugeot Citroën í Frakklandi er líklega á rökum reistur.

Askja innkallar Mercedes-Benz vörubíla og BL Nissan Micra

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á Nissan Micra, framleiðsluár 2016-2017. Ástæða innköllunar er að sá möguleiki er staðar að samsetning tengis inná sviss sé ekki í lagi.

Umferðatafir á Kringlumýrarbraut næstu daga

Búast má við umferðartöfum á Kringlumýrarbraut dagana 12.-26. september þegar Veitur endurnýja stofnlögn kalds vatns frá lokahúsi við Stigahlíð 33a yfir Kringlumýrarbraut.

Jaguar með uppgerða og umbreytta útgáfu af hinum sögufræga sportbíl

Á tæknihátíðinni Tech Fest sem Jaguar Land Rover stóð fyrir í Central Saint Martins, University of the Arts í London í síðustu viku frumsýndi Jaguar Land Rover Jaguar E-Type Concept Zero; uppgerða og umbreytta útgáfu af hinum sögufræga sportbíl, Jaguar E-Type Roadster árgerð 1968, sem Enzo Ferrari sagði eitt sinn að væri fallegasti bíll sem nokkru sinni hefði verið hannaður.

93% gengu yfir gervigangbrautir við Austurbæjarskóla í morgun

Merkingar gangbrauta hjá borginni sem taka mið af umferðaröryggi náði einungis til 7% gangandi vegfarenda við Austurbæjarskóla í morgun. Allir þurfa að vita sýna stöðu í umferðinni, gangandi sem og akandi svo búum ekki í villta vestrinu varðandi umferðaröryggi.

Bílaumferðin jókst mest við Costco

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,5% í nýliðnum ágúst mánuði borið saman við sama mánuð á síðasta ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Þetta er mikil aukning þegar horft er til þess að ágúst mánuður er með umferðarmestu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og meðalaukning á ári frá árinu 2005 er tæp 3%. Mest jókst umferðin um sniðið á Reykjanesbraut (Costco-sniðið) eða um 11,5% en minnst jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða um 3,4%.