03.11.2017
Árlega vetrardekkjakönnun FÍB leiðir ekki bara í ljós að neytendur standa frammi fyrir meira úrvali en oft áður heldur er verð á vetrardekkjum mun hagstæðara nú en í fyrra. Hvað hefur breyst sem veldur þessari jákvæðu þróun neytendum til hagsbóta?
03.11.2017
Tilkynnt var um val á bíl ársins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna í gærkvöldi. Það var Peugeot 3008 sem hlýtur nafnbótina Bíll ársins að þessu sinni. Alls voru það 30 bílar sem sem valið stóð á milli þetta árið, en gjaldgengir eru glænýjar bílgerðir og nýjar kynslóðir þekktari gerða.
02.11.2017
Laugardaginn 4. nóvember verður haldin sýning á vistvænum bílum í húsakynnum Heklu Laugavegi. Vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa og Hekla býður í dag upp á tólf vistvæna bíla.
02.11.2017
Umferðin á Hringveginum í nýliðnum októbermánuði jókst um meira en 15 prósent frá sama mánuði í fyrra og aldrei áður hefur umferðin í október aukist jafnmikið. Umferðin um Suðurlandið jókst um ríflega 22 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
01.11.2017
Kia Stinger hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þessi nýi og spennandi grand tourismo bíll verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Kia Stinger er fjögurra dyra, kraftmikill, fjórhjóladrifinn sportbíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins.
30.10.2017
Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar 1.000 bíla múrinn var rofinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu.
30.10.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á Dacia Duster bifreiðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. BL ehf mun senda eigendum viðkomandi bifreiða bréf vegna þessa.
27.10.2017
Íslendingar ganga að kjörborðinu á morgun, 28. október. Samgöngumál er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins og eins og komið hefur í ljós hefur þessi málaflokur verið mikið í umræðunni hjá flokkunum í aðdraganda kosningana. FÍB lagði spurningar, sem lúta að samgöngum, fyrir átta framboð sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir brugðust vel við óskum FÍB að taka þátt og má sjá svör þeirra hér fyrir neðan. FÍB kann flokkunum bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð. Síðustu spurningarnar sem lagðar voru fyrir framboðin og svö við þeim birtast hér. Miðflokkurinn baðst undan þátttöku sökum anna í undirbúningi fyrir kosningarnar.
27.10.2017
Stilling hefur ákveðið að loka varahlutaverslun sinni við Smiðjuveg í Kópavogi þann 1. nóvember næstkomandi og auka um leið sendingaþjónustu til verkstæða. Skutlum Stillingar verður fjölgað og ferðir með varahluti til verkstæða verða á klukkutíma fresti.
26.10.2017
Við höldum áfram að birta svör flokkanna við spurningum sem lúta að samgöngumálum í aðdraganda kosningana. Samgöngumál er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins og ljóst að þessi málaflokkur mun verða í brennidepli fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn kemur, 28. október. FÍB lagði spurningar fyrir átta framboð sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir brugðust vel við óskum FÍB að taka þátt og kann FÍB flokkunum bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð. Svör við spurningunum sem lagaðar voru fyrir flokkana munu birtist á heimasíðu FÍB dagana sem fram undan eru fyrir kjördag. Svörin eru einnig að finna í FÍB-blaðinu sem borist hefur félagsmönnum. Miðflokkurinn baðst undan þátttöku sökum anna í undirbúningi fyrir kosningarnar.