08.12.2017
Dómstóll í Detroit í Bandaríkjunum dæmdi í vikunni Þjóðverjann Oliver Schmidt og fyrrverandi framkvæmdastjóra Volkswagen í Bandaríkjunum í sjö ára fangelsi fyrir aðild sína í dísilhneykslinu sem upp komst í Bandaríkjunum 2015. Hann fékk að auki sektargreiðslu upp á rúmar 40 milljónir íslenskar krónur.
08.12.2017
Nýr Mercedes-Benz CLS var frumsýndur á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Los Angelesþ Bílsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eins og við mátti búast vakið mikla athygli.
07.12.2017
Samkvæmt könnun MMR hafa 47% Íslendinga talað í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar á síðastliðnum tólf mánuðum. Ökumönnum sem tala í farasíma án handfrjáls búnaðar fer fækkandi en um er ræða 9% fækkun frá sömu könnun sem gerð var fyrir tólf mánuðum síðan.
07.12.2017
Samhliða mikilli aukningu í innflutningi ökutækja var biðtími vegna forskráninga þeirra töluvert til umfjöllunar fjölmiðla sl. vor. Í samræmi við ákvarðanir sem þá voru teknar til að mæta vaxandi þörf innflytjenda hefur Samgöngustofa nú þróað kerfi fyrir rafrænar forskráningar, svo innflutningsaðilar geti forskráð sjálfir. Þessi rafræna lausn á við um ný gerðarviðurkennd ökutæki og er ætlað að spara tíma, bæði í forskráningum og umsýslu gagna.
07.12.2017
Vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna viðskiptavina BL varðandi nýjustu kynslóð rafmagnsbílsins Leaf sem Nissan setur á markað strax á nýju ári, 2018, hefur BL ákveðið að hefja forsölu á bílnum. Áætlað er að nýr Leaf verðir frumsýndur hjá BL fljótlega eftir áramót og er gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir í mars.
06.12.2017
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 5,5 prósent í nóvember. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um átta prósent sem er mikil aukning á einu ári, eða sú næst mesta síðan þessar mælingar hófust árið 2005.
06.12.2017
Áfram verður unnið við það fram eftir degi að taka niður öryggisgirðingar á Miklubraut milli Reykjanesbrautar og Grensásvegar. Umferðarhraðinn um vinnusvæðið hefur verið lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.
05.12.2017
Engar áætlanir er uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en þetta kom fram þegar ríkisstjórnin kom saman til fundar í dag þar sem fjárlagafrumvarpið var tekið fyrir og áherslur einstakra ráðherra.
05.12.2017
Umferðin um 16 lykiltalningarstaði Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um 7,2 prósent í nýliðnum nóvember mánuði. Mest jókst umferðin á Suðurlandi og þar mest um teljara á Mýrdalssandi. Þar jókst umferðin um 30 prósent. Útlit er fyrir að umferðin aukist um meira en 10 prósent í ár, sem yrði næstmesta aukningin a.m.k. síðan 2005. Þetta kemur fram í tölum sem Vegagerðin var að gefa frá sér.
04.12.2017
Í vinnu við nýtt fjárlagafrumvarp verður sett ákveðið mark á bæði tekju- og gjaldahlið og segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vinnuna í þeim efnum ganga vel. Ráðherrann vill ekki ræða einstaka þætti fjárlagafrumvarpsins en bendir þó á að álag á eldsneyti verði endurskoðað að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag.