Fréttir

150 milljón bíla hafa verið framleiddir hjá Nissan

Þáttaskil urðu hjá japanska bílaframleiðandanum Nissan á dögunum en þá höfðu 150 milljónir bíla verið framleiddir hjá fyrirtækinu frá stofnum þess fyrir 84 árum síðan.

Rafbílar og endurnýting rafhlaðna

Rafknúnum bílum fjölgar á götunum um allan heim en því getur fylgt stór umhverfisvandi sem lítur að því hvað geri eigi við litíumjónahlöðurnar þegar hlutverki þeirra er lokið. Litíumrafhlöður í milljónatali eru notaðar í snjallsímum og allt til rafrænna tannbursta og krefjast gífurlegs hráefnis og auðlinda.

Max Mosley verðlaunaður fyrir framúrskarandi starf

Max Mosley, sem hefur gengt formennsku í Global NCAP við frábæran orðstír um árabil, hefur látið af störfum. Global NCAP er skammstöfun fyrir Árekstrar- og öryggisprófun nýrra ökutækja.

Uber að hverfa af götum Lundúnaborgar

Leigubílaþjónustan Uber fær ekki endurnýjun fyrir áframhaldandi starfsleyfi í Lundúnaborg. Borgaryfirvöld hafa komist að þessari niðurstöðu að vel ígrunduðu máli og telja að þjónusta Uber hafi ekki komið vel út þegar hagsmunir borgarinnar eru hafðir að leiðarljósi.

Mitsubishi Motors innkallar Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Ástæða innköllunar er að ef árekstur uppfyllir skilyrði til að öryggispúði eigi að blása út, geta málmflísar úr púðahylki losnað og valdið meiðslum á farþegum.

Mikill kippur í sölu á nýjum bílum í Evrópu

Sala á nýjum bílum í einum mánuði í Evrópu hefur ekki verið meiri í 10 ár. Þetta gerðist í nýliðnum ágúst mánuði þegar nýskráningar bifreiða fór yfir 865 þúsund. Evrópskir bílaframleiðendur eru í skýjunum og eru mjög bjartsýnir á framhaldið.

Orka náttúrunnar tekur í notkun hraðhleðslu á Hvolsvelli

Orka náttúrunnar opnaði í síðustu viku hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Næstu hlöður ON verða á þjónustustöðvum N1 í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Frá því ON tók forystu um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á árinu 2014 hefur fjöldi þeirra hér á landi fertugfaldast.

Farið fram á að VW greiði sömu bætur í Þýskalandi

Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC) hefur krafist þess að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen Group bjóði þýskum eigendum sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sömu bætur og greiddar hafa verið í Bandaríkjunum.

Samgönguvika framundan

Reykjavíkurborg býður upp á spennandi dagskrá á Samgönguviku 201. Nefna má að málþing verður í ráðhúsi Reykjavíkur um samgöngusamninga fyrirtækja og samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar tilkynnt. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin í Hafnarfirði, frítt verður í strætó á bíllausa daginn.

Stóraukin skattheimta bitnar ekki síst á íbúum á landsbyggðinni

Miklar umræður hafa sprottið upp um fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytissköttum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í vikunni en það muni leiða til þess að skattaálögur íslenska ríkisins á eldsneyti verði með þeim hæstu í Evrópu.