Fréttir

Tesla söluhæsta bílategundin

Nýskráningar fólksbíla eru orðnar 16.383 þegar rúmar tvær vikur eru eftir af þessu ári. Nýskráningar voru 15.545 á sama tíma í fyrra þannig að aukningin í ár er um 5,4%. Alls voru nýskráningar fólksbifreiða á síðasta ári 16.685 en árið þar á undan, 2021, voru þær 12.789. Það bendir því flest til þess að nýskráningar verða aðeins fleiri á þessu ári en því síðasta. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Stefnir í að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ár slái öll met

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nóvember reyndist 3,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta er heldur minni aukning en á Hringvegi en töluvert mikil aukning. Nú stefnir í að umferðin á svæðinu í ár slái öll met og verði 4,5 prósentum meiri á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra af því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Nagladekkjum í Reykjavík fækkar

Nagladekkjum fækkar í Reykjavík samkvæmt talningu sem gerð var um mánaðamótin. Tæplega þriðjungur reyndist vera á nöglum nú í byrjun desember. Reykjavíkurborg mælir með góðum vetrardekkjum til að draga úr mengun, hávaða og sliti á götum.

Beinir styrkir í stað skattaívilnana vegna orkuskipta

Beinir styrkir taka við af skattaívilnunum sem hvatar til orkuskipta í landssamgöngum frá og með næstu áramótum. Á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hefur verið unnið að gerð styrkjakerfis sem hraða á orkuskiptum í bílaflotanum í tengslum við flutnings hvata til kaupa á hreinorkubílum til Orkusjóðs. Áhersla er lögð á að kerfið verði einfalt, fyrirsjáanlegt, gagnsætt og tryggi réttlát umskipti.

BYD SEAL U og BYD TANG fengu 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP

BYD SEAL U og nýr 7 sæta BYD TANG borgarjeppi hlutu fimm stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP og það áður en bílarnir komu á markað í Evrópu. Skilgreining Euro NCAP fyrir fimm stjörnum er að ökutæki standist með afburðum kröfur um vernd farþega í árekstrum og séu einnig vel búin tækni sem á viðamikinn og öruggan hátt dregur úr líkum á árekstri.

Þjónusta í nærumhverfinu fækkar bílferðunum

Í nýjasta FÍB blaðinu er fjallað um þær ábendingar tveggja skipulagsráðgjafa að besta leiðin til að draga úr bílaumferð sé fjölbreytt og aðgengileg þjónusta í nærumhverfi íbúa. Einungis ætti að taka 3-5 mínútur að ganga eða hjóla í helstu þjónustu.

Nýtt met verði slegið í umferðinni í ár

Umferðin í nýliðnum nóvember jókst um rúm fimm prósent frá sama mánuði í fyrra. Umferðin í ár er þegar orðin meiri en hún var allt árið í fyrra þannig að ljóst er að met verður slegið í ár. Reikna má með að umferðin í ár verði 7,5-8 prósetum meiri en í fyrra. Það er gríðarlega mikil aukning á milli ára að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Samgöngusáttmálinn byrjar á öfugum enda

Ef marka má tvo erlenda skipulagsráðgjafa byrjar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins á öfugum enda. Ráðgjafarnir segja að besta leiðin til að draga úr umferð einkabíla sé að gera fólki kleift að sækja daglegar þarfir fótgangandi eða hjólandi í nærumhverfinu. Samgöngusáttmálinn tekur ekkert á því, heldur einblínir á að hjólreiðar og almenningssamgöngur komi í stað einkabílsins. Um þetta er fjallað í FÍB blaðinu, sem er nýkomið út.

Tesla Cybertruck kominn á markað

Eftir fjögurra ára seinkun vegna ýmissa mistaka í framleiðslu er Tesla Cybertruck loksins kominn á markað. Forstjóri Tesla, Elon Musk, hélt ræðu af þessu tilefni í verksmiðju fyrirtækisins í Austin íTexas, þar sem hann lýsti m.a dráttargetu bílsins, skotheldum hurðum og mikilli hraðagetu. Nokkrir viðskiptavinir tóku við Cyber-trukkunum sínum á þessum tímamótum fyrirtækisins í Texas. Fram kom við afhendingu fyrstu bílana að ódýrasta afturhjóladrifna gerðin yrði ekki fáanleg fyrr en árið 2025.

600 kW hraðhleðslustöð opnuð í Reykjanesbæ

Brimborg Bílorka opnaði á dögunum öflugustu hraðhleðslustöð landsins á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ með hámarks afl upp á 600 kW. Verð á kWh hins vegar það lægsta miðað við hleðsluafköst eða aðeins frá 49 kr / kWh. Stöðin er opin fyrir alla rafbílanotendur með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu.