14.11.2023
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir fákeppni á ólíumarkaði ríkja hér á landi og það skýra aukinn verðmun. Það munar 15 krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Þetta kemur fram í umfjöllun á visir.is.
11.11.2023
Allir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá óheimil. Svo verður áfram eða þar til Almannavarnir telja öruggt að opna fyrir umferð, hvort heldur er takmarkaða umferð eða alla umferð. Það verður ekki í dag eða nótt. Það er ekki að ástæðulausu sem það er lokað, ekki eingöngu vegna jarðhræringa og mögulegs goss heldur einnig vegna ástands veganna eins og þessi mynd sem hér ber með sér.
10.11.2023
Vegagerðin opnaði í vikunni formlega nýjan Þverárfjallsveg, nýjan kafla á Skagastrandarvegi og nýja, tvíbreiða brú yfir Laxá í Refasveit. Klippt var á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandavegar að viðstöddu fjölmenni.
10.11.2023
Rafjeppinn Kia EV9 verður frumsýndur næstkomandi laugardag kl 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13. Kia EV9 er byggður á hinum byltingarkennda E-GMP undirvagni (Electric Global Modular Platform) sem veitir kraftmikil afköst.
07.11.2023
Bílastæðasjóður Reykjavíkur hættir frá og með þriðjudeginum 7. nóvember að prenta út álagningarseðla vegna stöðvunarbrotagjalda og setja undir rúðuþurrku bifreiða. Þess í stað birtast álagningarseðlar í heimabanka umráðamanns eða eiganda bifreiðar og inn á persónulegu pósthólfi viðkomandi á Ísland.is.
03.11.2023
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 10. til 27. október 2023 voru Íslendingar spurðir um viðhorf til kílómetragjalds. Þar kemur í ljós að um 47% þjóðarinnar eru jákvæð, 21% eru hvorki jákvæð né neikvæð og 32% eru neikvæð gagnvart frumvarpi um gjaldtöku í formi kílómetragjald vegna aksturs hreinorku- (þ.e. rafmagns- og vetnisbíla) og tengiltvinnbifreiða (e.hybrid).
03.11.2023
Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 2,8 prósent í október. Þótt þetta sé heldur minni aukning en sást á Hringveginum í sama mánuði var eigi að síður slegið umferðarmet. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um 4,5 prósent Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.
02.11.2023
Heilsársdekk eru umtalsvert verri en venjuleg vetrar- og sumardekk óháð yfirborði vegar. Við hálku aðstæður í vetrarfærð teljast dekkin ónothæf til aksturs á sænskum vegum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá VTI, vega- og samgöngurannsóknarstofnun Svíþjóðar, sem unnin var í samvinnu við tryggingafélagið Folksam.
02.11.2023
Vegfarendur hafa orðið fyrir tjóni á nýjum vegakafla á Þverárfjallvegi. Vegagerðinni hafa borist hátt í tuttugu tjónatilkynningar vegna brotinna bílrúða á þessum vegkafla síðan vegurinn var opnaður í september.
01.11.2023
Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafbílum munu hafa í för með sér að þær munu aðeins eiga við bíla sem eru nýskráðir hér á landi. Þetta kemur fram í bréfi lögmanns bílainnflytjanda en þar segir meðal annars að með breytingunum sé gert upp á milli stærri bílaumboða og smærri söluaðila á markaðinum. Morgunblaðið fjallar um málið í dag.