19.09.2017
Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC) hefur krafist þess að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen Group bjóði þýskum eigendum sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sömu bætur og greiddar hafa verið í Bandaríkjunum.
18.09.2017
Reykjavíkurborg býður upp á spennandi dagskrá á Samgönguviku 201. Nefna má að málþing verður í ráðhúsi Reykjavíkur um samgöngusamninga fyrirtækja og samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar tilkynnt. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin í Hafnarfirði, frítt verður í strætó á bíllausa daginn.
15.09.2017
Miklar umræður hafa sprottið upp um fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytissköttum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í vikunni en það muni leiða til þess að skattaálögur íslenska ríkisins á eldsneyti verði með þeim hæstu í Evrópu.
15.09.2017
Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur hrundið af stað átaki sem ætlað er að draga úr mengun. Fyrirtækið ætlar að greiða 250.000 króna aukalega fyrir bíla sem tilheyra Euro 1 til Euro 4 mengunarstaðli óháð tegundum, akstri og ásigkomulagi og skuldbinda sig jafnframt til að farga bílum sem menga mest.
13.09.2017
Eldsneytiskostnaður er veigamikill þáttur í framfærslu heimilanna og hækkun skatta á eldsneyti eykur verðbólgu með tilheyrandi hækkun á verðtryggðum skuldum heimilanna og þyngri afborgunum. Það er ljóst að eldsneytishækkanirnar koma verst niður á þeim fjölskyldum sem hafa minni tekjur og þeim sem búa á jaðarsvæðum á landsbyggðinni og þurfa að sækja alla þjónustu um langan veg.
13.09.2017
Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2018 sem fjármálaráðherra kynnti í gær eru boðaðar miklar hækkanir á eldnsneytissköttum . Í kjölfarið fór af stað mikil umræða en bifreiðaeigendum finnst ansi hart að þeim vegið enda ljóst að reksturskostnaður bíla mun hækka umtalsvert.
12.09.2017
Í fjárlagafrumvarpi sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti í morgun verður olíu- og bensíngjald ,,jafnað" á næsta ári. Áhrif þess hefur í för með sér um 9 krónu hækkun á bensínlitra og um 22 krónu hækkun á dísilolíu. Þessar breytingar munu skila ríkissjóði um 6,6 milljörðum króna í auknar tekjur af eldsneytissköttum á næsta ári.
12.09.2017
Grunur manna að ekki hafi allt verið með feldu í dísilbílasmíði PSA Peugeot Citroën í Frakklandi er líklega á rökum reistur.
12.09.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á Nissan Micra, framleiðsluár 2016-2017. Ástæða innköllunar er að sá möguleiki er staðar að samsetning tengis inná sviss sé ekki í lagi.
11.09.2017
Búast má við umferðartöfum á Kringlumýrarbraut dagana 12.-26. september þegar Veitur endurnýja stofnlögn kalds vatns frá lokahúsi við Stigahlíð 33a yfir Kringlumýrarbraut.