Fréttir

Jaguar með uppgerða og umbreytta útgáfu af hinum sögufræga sportbíl

Á tæknihátíðinni Tech Fest sem Jaguar Land Rover stóð fyrir í Central Saint Martins, University of the Arts í London í síðustu viku frumsýndi Jaguar Land Rover Jaguar E-Type Concept Zero; uppgerða og umbreytta útgáfu af hinum sögufræga sportbíl, Jaguar E-Type Roadster árgerð 1968, sem Enzo Ferrari sagði eitt sinn að væri fallegasti bíll sem nokkru sinni hefði verið hannaður.

93% gengu yfir gervigangbrautir við Austurbæjarskóla í morgun

Merkingar gangbrauta hjá borginni sem taka mið af umferðaröryggi náði einungis til 7% gangandi vegfarenda við Austurbæjarskóla í morgun. Allir þurfa að vita sýna stöðu í umferðinni, gangandi sem og akandi svo búum ekki í villta vestrinu varðandi umferðaröryggi.

Bílaumferðin jókst mest við Costco

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,5% í nýliðnum ágúst mánuði borið saman við sama mánuð á síðasta ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Þetta er mikil aukning þegar horft er til þess að ágúst mánuður er með umferðarmestu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og meðalaukning á ári frá árinu 2005 er tæp 3%. Mest jókst umferðin um sniðið á Reykjanesbraut (Costco-sniðið) eða um 11,5% en minnst jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða um 3,4%.

Gríðarleg umferð um Hringveginn í ágúst

Enn heldur umferðin á Hringveginum áfram að aukast mjög mikið. Umferðin í ágúst á Hringveginum jókst um tæp átta prósent sem er gríðarlega mikil aukning. Samt ekki eins mikil og í fyrra þegar umferðin jókst um 13 prósent milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Töluverð aukning í bílasölu fyrstu átta mánuði ársins

Fyrstu átta mánuði ársins hefur bílasala í landinu aukist sem nemur tæpum 14%. Rúm 17 þúsund bílar voru nýskráðir á þessum tíma samanborið við rúmlega 15 þúsund nýskráningar í sömu mánuðum á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nýjar og áreiðanlegar prófanir taka gildi í Evrópusambandinu

Nýjar prófanir á útblæstri ökutækja taka í gildi í Evrópusambandinu í þessari viku þar sem eftirlitsaðilar leitast við að koma í veg fyrir að dísillosunarvandinn sem upp kom hjá Volkswagen endurtaki sig ekki. Eins og kunnugt er var bílaframleiðandinn staðinn að því að svindla á bandarískum dísilblástursprófum í september 2015.

Hvað er gervigangbraut?

FÍB hefur fengið fjöldann allan af ábendingum varðandi gervigangbrautir en hvað er gervigangbraut? Við tökum hér eitt lítið dæmi af mörgum.

Bifreið sem stolin var fyrir 38 árum komin í leitirnar

Kafarar í Frakklandi komu auga á bíl í tjörn einni í bænum Châlons-en-Champagne sem er um 100 mílur austur af París núna fyrir helgina.

Ekki lengur ekið yfir stærstu brú landsins

Umferð var hleypt á nýja brú yfir Morsá í síðustu viku og er þá ekki lengur ekið yfir lengstu brú landsins Skeiðarárbrú. Þegar vatn fór að renna í vestur og ekki lengur í farveg Skeiðarár var ljóst að þörfin fyrir þessa, á sínum tíma, gríðarlega mikilvægu brú var ekki lengur til staðar. Jökulinn hopar og vatnið fer annað, því var byggð brú yfir Morsá bergvatnsá sem eftir stendur.

Innkalla 269 Hyundai bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 269 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Santa FE bifreiðar framleiddar á árnunum 2012-2016.