Fréttir

Gengur barnið þitt yfir gervigangbraut í skólann?

Á haustin þegar skólar hafa aftur tekið til starfa erum við hjá FÍB að rýna í gönguleiðir barna í skólann og öðrum öryggisþáttum sem að þeim lúta. Við höfum tekið gangbrautir fyrir í gegnum árin, athugað öryggisgildi þeirra og eins hvort merkingar séu til staðar. Sveitafélög eru mjög misjöfn í þessum efnum, meðan Hafnarfjörður og Kópavogur standa sig þokkalega í þessum efnum, er merkingum í Reykjavík sumstaðar ábótavant.

FÍB telur góða afkomu tryggingafélaga gefa tilefni til að lækka iðgjöld

Góð afkoma stærstu tryggingafélaganna í landinu ætti að gefa tilefni til að lækka iðgjöld en þetta er meðal annars sem kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í Fréttablaðinu í dag.

Breikkun Vesturlandsvegar í undirbúningi

Í vinnslu er nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Hring­veg­inn (1) um Vest­ur­lands­veg frá sveit­ar­fé­lags­mörk­um við Mos­fells­bæ að Hval­fjarðargöng­um. Um er að ræða u.þ.b. 14 kíló­metra kafla. Ekki liggur enn fyrir hvenær ráðist verður í þessa framkvæmd en um er að ræða 14 km vegakafla.

Bílanaust lækkar verðið á Rain-X um 50% vegna innkomu Costco

Við opnun Costco í maí sl. birtust á fréttavef FÍB upplýsingar um verð á nokkrum bílavörum sem þar voru til sölu og verðin á sömu vörum hjá öðrum fyrirtækjum. Hér eru nýjar upplýsingar um verð á Rain-X rúðuhreinsi og regnfilmu í 500 ml. úðabrúsa.

N1 lækkar Mobil 1 um 19,3% - olían er eftir sem áður 143% dýrari en í Costco

FÍB kannaði verð á tveimur smurolíutegundum þann 18. ágúst hjá Costco, N1 og Olís, líkt og fram hefur komið. Samkvæmt heimasíðu N1 hefur Mobil 1 0W-40 í 4 lítra umbúðum nú verið lækkað úr 10.425 í 8.413 krónur sem er lækkun um 2.012 krónur eða um 19,3%. Við þetta fer verðmunurinn á milli Costco og N1 miðað við sama magn úr 201% í 143%.

Mikill verðmunur á smurolíum hjá Costco samanborið við N1 og Olís

Félagsmönnum og lesendum til glöggvunar koma hér upplýsingar um verð á synþetískum smurolíum fyrir bensín- og dísillvélar í fólksbílum sem seldar eru hjá Costco. Til samanburðar birtum við verð á sömu smurolíum hjá tveimur olíufélögum sem fram að þessu hafa verið helstu söluaðilar þessara vörumerkja hér á landi.

Allt að 270 prósent verðmunur

Innkoma Costco á íslenska markaðinn hefur haft mikil áhrif á vöruverð. FÍB hefur áður borið saman verð á nokkrum bílavörum, frá sama framleiðanda, annars vegar hjá Costco og hins vegar hjá öðrum rótgrónum íslenskum verslunarfyrirtækjum. Hér undir er samanburður á verði einnar vöru sem margir þekkja eða WD-40 í 450 ml spreybrúsa með strái. Eftir helgi mun FÍB upplýsa um verðsamanburð á fleiri bílavörum.

Höldum fókus

Átakið Höldum fókus 3 stendur yfir dag­ana 18.-23. ág­úst. Sjóvá, Sam­göngu­stofa, Sím­inn og Tjarn­ar­gatan standa fyrir átak­inu en markmið þess er að draga úr farsíma­notkun undir stýri.

Ný rannsókn sýnir að 83% framhaldsskólanema nota snjallsíma við akstur

Samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var fyrir tryggingafélagið Sjóvá þá nota 83% framhaldsskólanema snjallsíma við akstur. Þetta eru sláandi tölur og sýnir að snjallsímanotkun undir stýri er aðför að öryggi vegfarenda hér á landi.

Nýr Mazda CX-5 frumsýndur

Brim­borg frum­sýn­di um helgina nýj­an Mazda CX-5. Nýr Mazda CX-5 hef­ur verið end­ur­hannaður að utan sem inn­an. Hann er hannaður og smíðaður til þess að njóta akst­urs­ins. Mazda bíl­ar eru hannaðir af ástríðu, hvert ein­asta smá­atriði vel ígrundað og út­hugsað.