02.05.2017
í Svíþjóð eru stjórnvöld með til skoðunar tillögu að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi undir ákveðnum skilyrðum. Mikill hljómgrunnur eru fyrir þessari tillögu sem myndi einnig falla undir hjólreiðamenn. Sænsk stjórnvöld bera þá von í brjósti að þessi breyting muni draga úr umferðaslysum og efla öryggið á allan hátt.
02.05.2017
Þegar veturkonungur hefur kvatt og sumarið tekið við er vert að huga hvernig bílinn kemur undan vetrinum. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.
01.05.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 31 Mercedes Benz Actros 963, Antos 963, Arocs 964, Atego 967 og Econic 956 bifreiðum.
28.04.2017
Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 1,9% síðastliðna tólf mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Þetta er heldur meiri hækkun vísitölunnar en spáð hafði verið en þar var gert ráð fyrir 0,3% hækkun.
28.04.2017
Ford Fiesta var söluhæsti bíllinn í Evrópu í mars en það er sænska bílablaðið Vi Bilägare sem segir frá þessu. Það var hin vegar fyrirtækið Jato sem tók þessa tölfræði saman. Volkswagen Golf hefur verið söluhæsti bílinn í Evrópu sjö ár í röð en síðast var Ford Fiesta í toppsætinu í mars 2010.
28.04.2017
Vortilboð Hertz til félagsmanna FíB hljóðar uppá 20% afslátt á bókunartímabilinu 24. apríl til 8. maí 2017 fyrir bókanir sóttar fyrir 30. júní 2017
28.04.2017
Um helgina efnir Toyota til stórsýningar í tengslum við áfanga í apríl þegar náðist að 50.000 bílar frá Toyota og Lexus eru í umferð á Íslandi. Vegna tímamótanna verða sýningar næstkomandi laugardag, 29. apríl kl. 12.00-16.00 hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi auk þess sem Lexus verður með sýningu í nýjum sýningarsal í Kauptúni.
27.04.2017
Flest slys með meiðslum eiga sér stað á Hellisheiði og í öðru sæti er Reykjanesbrautin á milli Vatnsleysustrandarvegar og Grindarvíkurvegar.
26.04.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 296 Land Cruiser 150 bifreiðum, framleiðslutímabil 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegrar bilunar í mengunarvarnarbúnaði.
26.04.2017
Um miðjan maí verður athöfn í Arnarfirði þar sem fyrsta skóflustunga ganganna verður tekin að viðstöddum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóra, sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum og verður hún jafnframt opin almenningi. Fyrsta skóflustungan fer fram við gangamunnann í Arnarfirði og jafnframt verður dagskrá á Hrafnseyri þar sem flutt verða stutt erindi um vegagerð á Vestfjörðum og fleira auk þess sem boðnar verða kaffiveitingar.