06.04.2017
Það kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í Árbók bílgreina sem var að koma út. Í bókinni koma fram staðreyndir sem fjalla um hinar ýmsu hliðar bílgreinanna. Hlutur bílgreina í landsframleiðslu var 1,6% árið 2016 og jókst þannig um 0,1% prósentustig frá árinu á undan.
06.04.2017
Bílakaup landsmanna fara enn vaxandi frá fyrra ári samkvæmt gögnum Samgöngustofu um nýskráningar. Alls voru 2.316 fólks- og sendibílar nýskráðir í mars, eða 823 fleiri heldur en í mars 2016. Hefur markaðurinn í heild vaxið um 29% á árinu samanborðið við fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. BL er sem fyrr með langmesta hlutdeild á markaðnum, tæp 29 prósent.
05.04.2017
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars sl. jókst um heil 14,6 prósent frá sama mánuði á síðasta ári og hefur umferðin ekki áður verið meiri í mars og heldur ekki í neinum öðrum mánuði. Þetta er því metmánuður á fleiri veg en einn. Frá áramótum hefur umferðin á svæðinu aukist um tæp 10 prósent. Reikna má með að umferðin muni aukast um sex prósent í ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vegagerðinni.
04.04.2017
Umferðin á Hringveginum jókst um tæp 14 prósent í nýliðnum marsmánuði. Það vekur athygli hversu mikil aukningin er í ljósi þess að fyrir ári síðan jókst umferðin enn meira í mars. Frá áramótum hefur umferðin á Hringvegi aukist um 14 prósent sem er gríðarlega mikil aukning. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni sem voru að koma út.
03.04.2017
Allt þar til á síðasta ári var Hyundai eini bílaframleiðandinn á markaðnum sem fjöldaframleiddi rafknúna vetnisbíla. Hyundai hóf almenna sölu á vetnisknúnum ix35 í byrjun árs 2013, þar sem efnarafall framleiðir rafmagn fyrir rafmótorinn úr vetni af „eldsneytistanki“ bílsins. Vel á fimmta hundrað slíkra bíla hafa verið seldir í Evrópu.
31.03.2017
BL kynnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 nýjan Discovery sem er hæfari og öflugri en nokkru sinni fyrr. Nýr Discovery er nú í fyrsta sinn með yfirbyggingu úr áli sem gerir hann 490 kg léttari en eldri gerð.
30.03.2017
Skipulagsstofnun hefur nú lagt fram álit sitt um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar (60) á milli Bjarkalundar og Skálaness á sunnanverðum Vestfjörðum.
29.03.2017
Hyundai hlaut á dögunum hin alþjóðlegu hönnunarverðlaun International Design Formum Design (iF) fyrir hönnun nýrrar kynslóðar fólksbílsins i30 sem er að koma á markað í Evrópu um þessar mundir.
28.03.2017
Í norska blaðinu Bileiere Norege kemur fram að á Íslandi og á Ítalíu eiga íbúar þessara landa flestar bifreiðar miðað við höfðatölu. 1,6 einstaklingur er á hvern bíl í þessum löndum.
27.03.2017
Í skýrslu um Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016 og birt er á heimasíðu Vegagerðarinnar Í könnunni koma fram margar áhugaverðar niðurstöður og er í því sambandi áhugavert að skoða heildarakstur erlendra gesta á bílaleigubílum árið 2016 búsetu/ markaðssvæðum.