Fréttir

Ríkisstjórnin samþykkir 1.200 milljóna króna viðbótarframlag til vegamála

Ríkisstjórnin hefur samþykkt aukafjárveitingu til vegaframkvæmda að upphæð 1.200 milljónir króna á árinu.

Telja brýnt að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar


Glæsileg Mercedes-Benz AMG sýning

Bílaumboðið Askja blæs til sannkallaðrar stórsýningar á Mercedes-Benz bílum um helgina 25.–26. mars kl. 12-16 í Skútuvogi 2. Þar verða sýndir margir glæsilegir Mercedes-Benz bílar í AMG og Plug-In Hybrid útfærslum.

Öflugur Lexus kynntur

Næstkomandi laugardag, 25. mars, gefst tækifæri til að sjá Lexus LC 500h sportbílinn á sérstakri forsýningu hjá Lexus Ísland í Kauptúni 6, Garðabæ. Bíllinn er fluttur til landsins sérstakega fyrir þessa sýningu sem jafnframt er opnunarsýning í nýjum sýningarsal Lexus.

Yfir 97% erlendra ferðamanna sem nýttu sér bílaleigubíla notuðu bílbelti

Í skýrslu um Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016 kemur fram að 97,1% þeirra sem notuðu bílaleigubíla kváðust alltaf hafa notað bílbelti á ferð sinni um Ísland , 1,7% sögðust hafa notað þau oftast, 0,7% stundum en 0,5% aldrei. Um 91% þeirra sem notuðu áætlunarbíla og 81% þeirra sem notuðu hópferðabíla sögðust alltaf hafa notað bílbelti í ferðinni.

Framkvæmdir hefjast strax um gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurveg

Skrifað hefur verið undir verksamning um gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurveg. Framkvæmdir hefjast strax enda á verkið að vinnast á skömmum tíma og vera lokið 1. nóvember næstkomandi. Í reynd eru verktakar þegar byrjaðir og hafa komið nú þegar upp vinnubúðum á svæðinu. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja.

Mercedes-Benz söluhæsta lúxusbílamerkið á árinu

Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Alls voru nýskráðir 69 Mercedes-Benz bílar í janúar og febrúar samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Mercedes-Benz er með 31,4% markaðshlutdeild hér á landi í flokki lúxusbíla.

Ökutækjasala hjá BMW Group eykst fyrstu mánuði ársins

Sala nýrra bíla hjá framleiðendum BMW Group hefur aldrei verið meiri en um þessar mundir. Í febrúar voru samtals 169.073 bílar frá BMW, Mini og Rolls-Royce nýskráðir á mörkuðum heimsins, 3,1% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þar af seldi BMW 147.789 bíla. Þá jókst sala á nýjum Mini í febrúar um 3,2% þegar alls voru nýskráðir 21.045 bílar.

Suzuki Ignis vakti athygli

Fjölmargir lögðu leið sína í Suzuki-umboðið um helgina þegar frumsýndur var Suzuki Ignis. Bíllinn er fjórhjóladrifinn örjeppi sem er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Hann stenst nútímakröfur um sparneytni og þægindi í akstri.

Renault kynnti sérstaka sportútgáfu á rafmagnsbílum

Á alþjóðlegu bílasýningunni sem lauk í Genf um helgina kynnti Renault nokkrar spennandi nýjungar. Þar á meðal er hugmynd að sérstakri sportútgáfu á rafmagnsbílnum ZOE sem brúa á bilið milli götuútfærslu ZOE og rafknúna kappakstursbílsins Renault Formula E.