Fréttir

Rafbílaeigendur í hópakstri

Rafbílaeigendur komu saman á Sumardaginn fyrsta og tóku þátt í hópakstri frá Hyundai umboðinu í Kauptúni að höfuðstöðvum ON á Bæjarhálsi. Á þriðja tug rafbíla óku í bílalest frá Garðabænum upp í Árbæ. Við höfuðstöðvar ON var rafbílaeigendunum boðið í léttar veitingar og Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdarstjóri ON, hélt stuttan fyrirlestur um rafbílavæðinguna og næstu skref ON varðandi hana.

Sportjeppinn Jaguar F-Pace hreppti tvenn verðlaun

Á alþjóðlegu bílaverðlaunahátíðinni World Car Award 2017 (WCA) sem fram fór í New York fyrr í mánuðinum hreppti sportjeppinn Jaguar F-Pace tvenn mikilvæg verðlaun því bæði kaus 75 manna dómnefnd tuttugu og fjögurra landa F-Pace bíl ársins; 2017 World Car of the Year, og best hannaða bílinn á árinu; World Car Design of the Year. Opinberlega er P-Face því bæði besti og fallegastasti bíllinn á markaðnum í dag!

Afhjúpuðu rafknúna kappakstursbílinn TS17

Kappaksturs- og hönnunarliðið Team Spark, sem skipað er nemendum við Háskóla Íslands, afhjúpaði rafknúna kappakstursbílinn TS17 (Laka) með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni á Háskólatorgi. Liðið tekur þátt í kappaksturs- og hönnunarkeppnum stúdenta bæði á Ítalíu og í Austurríki í sumar.

Nýr Micra kynntur á laugardag hjá BL

Nýr, gjörbreyttur og glæsilegur Nissan Micra verður kynntur formlega hjá BL nk. laugardag, 22. apríl, milli kl. 12 og 16.

Mercedes-Benz trukkar sýndir á Fosshálsinum

Sýning á Mercedes-Benz trukkum verður haldin í höfuðstöðvum Mercedes-Benz atvinnubíla að Fosshálsi 1 laugardaginn 22. apríl nk. kl 12-16.

65% verðmunur á umfelgun

Miðvikudaginn 19. apríl kannaði FÍB verð á umfelgun hjá nokkrum dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni á þessu vori.

Slösuðum fjölgar talsvert á milli ára í umferðinni á Íslandi

Árið 2016 var mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Fjöldi látinna jókst úr 16 í 18 og hefur ekki verið meiri frá árinu 2006. Þó skal halda því til haga að síðastliðin tíu (2007-2016) ár hafa 126 manns látist í umferðinni á Íslandi. Síðustu tíu ár þar á undan (1997-2006) létust 244 og því ljóst að mikið hefur áunnist í umferðaröryggismálum síðastliðinn áratug. Þetta er m.a. sem sjá má í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016.

Eigendur bifreiða hugi að því að skipta um dekk

Eigendur bifreiða á nöglum í Reykjavík huga að því að lokinni páskahátíðinni að skipta um dekk. Nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október.

Audi Q5 bifreiðar innkallaðar

Hekla hf. innkallað 81 bíl af gerðinni Audi Q5 með panorama sólþaki árgerð 2011 til 2016 eftir því sem kemur fram á heimasíðu Neytendastofu. Ástæða innköllunar er möguleg tæring í þrýstihylki fyrir höfuðlíknabelgi, sem getur orðið til þess að þeir geta blásið út án ástæðu og valdið meiðslum á farþegum í aftursætum.

Skoda stefnir á að koma rafmagnsbíl á markað innan þriggja ára

Systurfyrirtæki Skoda, Audi og Volkswagen hafa fyrir þó nokkuð síðan hafið framleiðslu á rafmagnsbílum en á sama tíma hefur Skoda ekki lagt mikinn þunga á það vegna þess að framleiðslan á þeim hefur verið of kostnaðarsöm.