07.02.2017
Bílafyrirtæki í Lichtenstein sem heitir NanoFlowcell viðraði framtíðarhugmynd sína um saltknúinn bíl á bílasýningunni í Genf í fyrra. Á sýningunni sem nú er framundan mun fyrirtækið sýna nýjustu birtingarmynd ,,saltbílsins,“ sportbílinn Quant 48Volt.
06.02.2017
Það er enginn vafi á því að Euro NCAP hefur skilað almenningu miklu sterkari og öruggari bílum en annars hefði orðið og jafnframt stuðlað að miklu hraðari þróun hverskonar virks öryggisbúnaðar eins og loftpúða, læsivarðra hemla, skrikvarnarbúnaðar, sjálfvirkrar neyðarhemlunar o.fl og að slíkur búnaður einskorðist ekki við dýrustu lúxusbílana eins og áður var, heldur sé staðalbúnaður í öllum bílum hins venjulega fólks.
03.02.2017
Fyrstu árekstrarpróf Euro NCAP voru framkvæmd í þessari viku fyrir 20 árum síðan. Á þessum 20 árum hefur Euro NCAP gefið út og birt yfir 630 öryggisúttektir, árekstrarprófað um 1.800 bíla. Samanlagt hefur verið varið yfir 160 milljónum Evra í verkefnið með það að markmiði að auka öryggi bifreiða í umferð. Sannanlega hafa öryggisúttektir Euro NCAP stóraukið öryggi vegfarenda og áætlað er að yfir 78.000 mannslíf hafi bjargast vegna öryggisþróunar ökutækja á liðnum 20 árum.
02.02.2017
Einn vinsælasti jeppinn á Íslandi um langt árabíl er Jeep. Það hefur hann verið þrátt að enginn formlegur innflytjandi og þjónustuaðili hafi fyrirfundist. Nú hefur orðin breyting á. Fjölskyldufyrirtækið Ísband í Mosfellsbæ hefur gert samstarfssamning við framleiðandann Fiat Chrysler Automobile (FCA) um innflutning og sölu á Jeep, Fiat, Chryslerbílum, þjónustu við bílana og eigendur þeirra.
02.02.2017
Meirihluti ,,ráðsmanna“ í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykkti í gær áætlun tveggja manna starfshóps ráðsins um að lækka hámarkshraða á Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut vestan Kringlumýrarbrautar. Meirihluti ráðsins felldi jafnframt tillögu um að leitað yrði umsagnar Vegagerðar, Samgöngustofu og lögreglu áður en skýrsla starfshópsins fyrrnefnda yrði endanlega afgreidd. Sæbrautin, Miklabrautin og Hringbrautin eru þjóðvegir og því í forsjá Vegagerðarinnar.
01.02.2017
Kínverski rafhlöðuframleiðandinn CATL (Contemporary Amperex Technology Limited) hefur keypt 22 prósent hlut í finnsku bila- og traktoraverksmiðjunni Valmet. Tilgangurinn með kaupunum er að ná traustri fótfestu og forystu á Evrópskum rafbílamarkaði í framleiðslu og sölu bæði rafbíla, rafhlöðupakka og drifbúnaðar fyrir rafbíla.
01.02.2017
Toyota Corolla er lang vinsælasta bílategundin í heiminum þessi árin. Síðasta ár seldust rúmlega 1,3 milljón Corollur. Það þýðir að sérhvern dag ársins að frí- og helgidögum meðtöldum, tóku að meðaltali 3.597 kaupendur við nýjum Corolla bílum.
31.01.2017
Eins og við höfum áður greint frá en er nú staðfest, er að Volkswagen Group komin fram úr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims með sína Volksvagna, Audi, Skoda, Seat og fleiri tegundir. Árangurinn er ekki síst að þakka velgengni VW á hinum risastóra Kínamarkaði. Evrópa er þó enn sem fyrr heimasvæði Volkswagen og þar hefur Volkswagen merkið ótvíræða yfirburði, sérstaklega þó VW Golf.
30.01.2017
Starfshópur um umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar sem umhverfis og skipulagsráð borgarinnar skipaði 9. des. 2015 hefur nýlega skilað áliti. Í því er mælt með því að hraðamörk á meginleiðum (þéttbýlisþjóðvegum) vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru nú 50 eða 60 km á klst, verði lækkuð um 10 km/klst. í tveimur áföngum.
27.01.2017
Fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi Framsóknar og flugvallavina í umhverfis-og skipulagsráði vilja skoða hvort leggja eigi sérstakt gjald á notkun nagladekkja í borginni.