Fréttir

Gríðarleg aukning í umferð á Hringveginum

Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um meira en 15 prósent í febrúar sem er gríðarlega mikil aukning, en fyrir ári var líka slegið met í aukningu í umferðinni en nú er aukningin enn meiri. Þetta kemur fram í könnun sem Vegargerðin gerði.

Veltan hjá Volvo jókst um 5,7% í febrúar

Volvo verksmiðjurnar greindu frá því i vikunni að velta fyrirtækisins hefði aukist um 5,7% í febrúar miðað við sama mánuð á síðasta ári. Vöxturinn var töluverður í Evrópu og Asíu í febrúar en á sama tíma féll hann í Bandaríkjunum.

Aldrei verið meiri umferð í febrúar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 5,6 prósent í febrúar miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri í febrúar. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 7,4 prósent. Útlit er fyrir að umferðin í ár gæti þá aukist um fimm prósent. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Peugeot 3008 bíll ársins í Evrópu 2017

Peu­geot 3008 er bíll árs­ins í Evrópu 2017 en þetta var tilkynnt á bílasýningunni sem hófst í Genf í Sviss í dag. Þessi útnefning þykir ein sú virtasta í bílaheiminum en bíllinn hefur vakið verðskulduga athygl. Í öðru sæti var Alfa Romeo Giulia og í þriðja sæti hafnaði Mercedes E-class.

PSA yfirtekur dótturfélag General Motors í Evrópu

Þó nokkrar hræringar eiga sér stað um þessar mundir í eignarhaldi hjá bílaframleiðendum. Nú hefur verið tilkynnt opinberlega um yfirtöku franska bílaframleiðandans PSA á dótturfélagi General Motors í Evrópu en meðal vörumerkja í eigu GM í Evrópu eru bílamerkin Opel og Vauxhall.

Sala á bifreiðum jókst um 13,6% fyrstu tvo mánuði ársins

Toyota er mest seldi bíllinn fyrstu tvo mánuði ársins en tölufræði þessa efnis kemur fram á heimasíðu Samgöngustofu. Alls seldust 390 bílar af þessari tegund og Kia kemur þar á eftir með 346 bíla.

Stefnan að skipta út bensínknúnum leigubílum fyrir rafbíla í Peking

Borgaryfirvöld í Peking í Kína hafa sett á laggirnar áætlun þess efnis að skipta út öllum bensínknúnum leigubílum fyrir rafknúna leigubíla. Er þetta einn liðurinn í þeirri áætlun að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem er í borginni.

Hert viðurlög við notkun farsíma í akstri á Bretlandseyjum

Frá og með 1. mars tóku í gildi nýjar og hertar reglur við notkun farsíma undir stýri á Englandi, Skotlandi og Wales. Ökumenn í þessum löndum, sem ekki nýta sér handfrjálsan búnað við notkun farsíma, standa nú frammi fyrir mun harðari viðurlögum en áður.

Sérstakt gjald lagt á mest mengandi bifreiðar í London


Ökumenn í Mexíkóborg sitja fastir í umferðinni tæpan klukkutíma á dag

Það er fátt eins hvimleitt en að vera fastur í umferðinni en í þessum aðstæðum lenda ökumenn á höfuðborgarsvæðnu stundum í á leið sinni í vinnu á morgnana og síðan aftur heim að loknum vinnudegi. Á vissum álagtímum er umfeðin einnig ansi þung eins og flestir þekkja.