Fréttir

,,Virtual“-líf Y-kynslóðar

Hún er kölluð Y-kynslóðin, sú sem fæddist um síðustu aldamót og er nú orðin nokkurnveginn fullorðin. Þessi kynslóð er sú fyrsta í sögu mannkyns sem hefur alla sína tíð lifað með tölvum og í raun lifir hún lífi sínu í tölvum.

Neyðarhemlunarbúnaður afstýrði enn verri afleiðingum árásarinnar í Berlín 19. des.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum kom sjálfvirk neyðarhemlun vörubílsins sem hryðjuverkamaðurinn Anis Amri frá Túnis ók inn í mannþröng á jólamarkaði í Berlín þann 19. des. sl. í veg fyrir að afleiðingarnar yrðu enn verri.

Hefur ADHD áhrif á aksturinn?

Sænska vega- og umferðarstofnunin VTI, (Statens väg- och transportforskningsinstitut) er að hefja rannsókn á því hvort fólk sem greint hefur verið með ADHD aki of hratt, sé gjarnara á að taka skyndiákvarðanir og eigi erfiðara með að einbeita sér í bifreiðaakstri.

Bílaprófun: Renault Talisman

Renault Talisman er bíll ársins 2017 á Íslandi að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). Dómarar hrifust af lágu grunnverði, ríkulegum staðal- og aukabúnaði, sparneytni, útliti, mjúkum aksturseiginleikum... Já, í raun bara öllu. Fyrir þá sem ekki þekkja Talisman þá er þetta ný tegund frá Renault sem leysir hinn þjóðþekkta Laguna af hólmi