Fréttir

Ný hlaða tekin í notkun á Vegamótum

Ný hlaða á vegum Orku náttúrunnar var tekin í notkun á Vegamótum á Snæfellsnesi í vikunni. Elmar Þórðarson frá Akranesi var sá sem nýtti sér þjónustuna fyrst en hann hefur ekið rafbíl í fimm ár. Hlaðan á Vegamótum stendur við Rjúkanda þar sem fjölskyldan á Vegamótum rekur Rjúkanda;vistvæna ferðaþjónustu með hóteli, kaffihúsi og veitingastað eins og fram kemur á vefsíðu ON.

Samdráttur í bílasölu í Kína

Bílasalan í heiminum hefur um langa hríð hvergi verið betri en í Kína. Nú horfir svo við að bílasala þar um slóðir fer minnkandi en á síðustu fimm mánuðum hefur hún verið á niðurleið. Langflestir bílaframleiðendur finna fyrir samdrætti en Toyota og Mercedes Benz hafa þó náð að halda í horfinu og gott betur.

Farsinn um göngin að Bakka

Í leiðara 3.tbl. FÍB-blaðsins 2018 sem er nýkomið út er m.a. tekið til umfjöllunar ein nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða. Þar kemur fram að á sínum tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að grafa göng undir Húsavíkurhöfða milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka. PCC Kísilverið á Bakka mun þurfa að brenna 66 þúsund tonnum af kolum árlega við framleiðsluna.

Ráðherrabifreiðar verða rafvæddar

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra, sem samþykkt var í ríkisstjórn í gær 6. nóvember, verða ráðherrabifreiðar rafvæddar. Er það í samræmi við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Gert verði ráð fyrir gerð vega um Húnavallaleið og Vindheimaleið

Vakin skal athygli á því að Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar. Tilgangur Samgöngufélagsins er að stuðla að sem mestum framförum í samgöngum á og við Ísland, ekki síst á sviði stjórnsýslu samgöngumála

Umferðin hefur aukist um Suðurland

Umferðin í nýliðnum október á Hringveginum jókst um 3 prósent sem er minnsta aukning í október síðan árið 2012. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að í ár aukist umferðin á Hringveginum að jafnaði um 4,5 prósent. Mest hefur hún í ár aukist um Suðurland eða um tæp 8 prósent en minnst um Norðurland eða um 2 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hækkanir þegar farnar að koma fram

Hækkanir á útsöluverði nýrra bifreiða eru þegar farnar að koma fram en þær má að mestu rekja til breytinga á mengunarstaðli vegna útblásturs bíla sem tóku gildi í Evrópu þann 1. september sl. Um er að ræða svonefndan WLTP-staðal sem felur í sér hertar reglur um losunarmælingar á útblæstri bíla.

Tíu milljarðar í þjóðarbúið af akstri ferðamanna

Í rannsóknum sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann að kemur í ljós að um 60% ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári hafi leigt sér bílaleigubíl. Þetta er töluverð aukning frá árunum þar á undan. Erlendir ferðamenn óku 640 milljónir km í bílaleigum bílum hér á landi í fyrra. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Vegagerðin stóð fyrir.

Rafbílavæðing hagkvæm fyrir þjóðarbúið

Rafbílavæðing hefur jákvæð áhrif í heild þegar til lengri tíma er litið, þegar litið er til helstu þjóðhagslegra stærða og fjárhagslegra hagsmuna neytenda. Auk þess skilar hún umtalsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar greiningar sem unnin var af HR og HÍ fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Grænu orkuna, Íslenska Nýorku og Orkusetur og kynnt var í Norræna húsinu í gær. Þetta kemur fram á vefsíðu Samorku.

Suzuki vinsælasta smábílamerkið 2017

Breska ráðgjafafyrirtækið IHS Automotive sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á bílamarkaði hefur gefið út að Suzuki var vinsælasta smábílamerkið í heimi 2017. Þetta er byggt á sölutölum á smábílum á heimsvísu fyrir umrætt ár.