22.05.2018
Framleiðendur MINI bílana fögnuðu brúðkaupi Harrys Bretaprins og Megan um síðustu helgi með einstakri og sérmerktri útgáfu á einum Mini Hatch. Það var sérstaklega tekið fram að ekki var um gjöf til brúðhjónanna að ræða heldur til velferðarsjóðs sem brúðhjónin tilnefndu. Brúðhjónin völdu velferðarsjóð sem starfar í þágu HIV-smitaðra barna, The Children’s HIV Association (CHIVA).
22.05.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 27 Mercedes-Benz GLC allir skráðir 2018. Ástæða innköllunar er að þegar ytri belti fyrir aftursætin eru losuð er möguleiki fyrir því að þau festist. Losa þarf beltin sérstaklega svo þau dragist aftur inn. Viðgerð tekur um klukkustund og felst í lagfæringu á C-póst.
18.05.2018
Stærstu bílaframleiðendur heims ætla á næstum árum að leggja mikinn þunga í framleiðslu á rafmagnsbílum. Mikil og hröð þróun á sér stað í framleiðslu á þessari tegund bifreiða um þessar mundir.
18.05.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um að innkalla þurfi 9 Volkswagen bifreiðar árgerð 2018. Ástæða innköllunar er sú að framleiðslugalli í stýringu fyrir höfuðpúða á framsætum getur valdið því að höfuðpúðinn losni ef bíllinn lendir í árekstri.
17.05.2018
Veitur hafa fengið afhentan nýjan sendibíl sem einungis er knúinn rafmagni. Bíllinn er af gerðinni Iveco og er fluttur inn af Kraftvélum í Kópavogi. Er bíllinn fyrsti rafknúni sendibíllinn í þessum stærðarflokki hér á landi og munu vinnuflokkar í viðhaldsþjónustu nota hann í verkefnum út um alla borg.
16.05.2018
Elín Guðmannsdóttir, 89 ára gamall tannlæknir sem hefur átt rafbíl í þrjú ár, hlóð bílinn sinn í fyrsta skipti með hraðhleðslu í dag við opnun hlöðu á þjónustustöð Orkunnar við Suðurfell í Breiðholti.
16.05.2018
Í vaxandi mæli hefur Vaka verið að fjarlægja bíla af bílastæðum vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið sem síðan er komið fyrir í ákveðið geymsluport fyrirtækisins. Ástæða þessa er að bílar eru skildir eftir hér og þar á númerum um lengri eða skemmri tíma. Nokkur dæmi eru um það að bílar séu líka án númeraplatna þegar þeir eru fluttir af brott.
15.05.2018
Fram er kominn galli í öryggisbeltum í nýjustu gerð Volkswagen Polo og ætla framleiðendur bílanna að innkalla þessa gerð á næstunni. Forsvarsmenn Volkswagen segjast alltaf setja öryggið á oddinn og harma þennan galla sem fram er kominn.
14.05.2018
Vegna ákvörðunar Evrópusambandsins um nýjan mengunarmælikvarða, sem taka eiga í gildi 1. september, stefnir allt í að innfluttir bílar hækki á bilinu 10-15%. Bílagreinasamband Íslands hefur nú þegar þrýst á íslensk stjórnvöld að gera ráðstafanir til að draga úr fyrirsjáanlegri hækkun. Það hefur Evrópusambandið einnig gert og hefur hvatt aðildarríki þess að draga úr fyrirhuguðum hækkunum.
14.05.2018
ON og N1 hafa tekið í notkun nýja hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Sauðárkróki. Hlaðan er sett upp með styrk frá Orkusjóði og í samstarfi við Vistorku, samstarfsvettvang norðlenskra sveitarfélaga og Norðurorku að ýmsum umhverfismálum. Þetta er 31. hlaðan sem ON hefur sett upp víðsvegar um landið og sú áttunda sem er á þjónustustöð N1.