30.05.2018
Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu á rafbílum í Asíu á síðustu árum og þá alveg sérstaklega í Kína. Stjórnvöld leggja hart að almenningi að kaupa vistvæna bíla til að sporna við mengun sem er ein sú mesta í heiminum þar um slóðir. Almenningur í Kína hefur tekið vel við sér og rafbílar seljast sem aldrei fyrr.
30.05.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um innkallanir á 140 Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2018.
29.05.2018
Það vakti töluverða umræðu þegar sjálfkeyrandi bifreið ók á gangandi vegfaranda í Arizona í Bandaríkjunum í mars sl. með þeim afleiðingum að 49 ára gömul kona lést. Um var að ræða fyrsta banaslysið þar sem sjálfkeyrandi bíll veldur banaslysi en umrædd bifreið var frá akstursþjónustu Uber. Konan var að reiða hjól við gangbraut þegar slysið varð.
28.05.2018
Venjulegur rafmagnsbíll losar helmingi minna af gróðurhúsalofttegundum heldur en eldneytisknúin bíll. Ennfremur í þeim löndum þar sem rafmagnsframleiðsla er mjög vistvæn og sjálfbær eins og t.d. Noregi og Íslandi er munurinn á milli rafmagnsbíla og eldsneytisknúninna bíla enn meiri þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.
26.05.2018
Í dag, 26. maí, eru liðin 50 ár frá því að hægri umferð var tekin upp á Íslandi. Það var að morgni 26. maí árið 1968 sem skipt var yfir í hægri umferð og að baki lá mikill undirbúningur og þrotlaus vinna margra aðila.
25.05.2018
Nýskráningum rafmagnsbíla það sem af er árinu 2018 hefur fjölgað um meira en helming frá sama tímabili 2017. Samkvæmt upplýsingum á vef Orkuseturs var 781 rafbíll tekinn á skrá fimm fyrstu mánuði 2017. Frá byrjun árs 2018 eru þeir hinsvegar orðnir 1.200. Fjölgunin er 54%.
25.05.2018
IÐAN fræðslusetur stendur fyrir kynningu á raf- og blendingsbílum á rafbíladegi IÐUNNAR að Vatnagörðum 20 laugardaginn 26. maí kl. 10:00 - 16:00.
24.05.2018
Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) hefur gengið frá samningum við Alþjóða aksturssambandið (FIA) þess efnis að ein umferð í alþjóðlegu meistaramóti rafbíla FIA í nákvæmnisakstri, oft kallað eRally (FIA Electric and New Energy Championship), verði haldið á Íslandi í september á þessu ári.
23.05.2018
Töluverð andstaða reyndist gegn innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi, samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 13. til 19. apríl 2018. Alls sögðust 50% svarenda andvígir innheimtu slíkra gjalda en 31,4% hlynntir henni.
22.05.2018
Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en í greiningu samtakanna kemur m.a. fram að um 40% lengri tíma taki að ferðast úr Grafarvogi til vinnu miðsvæðis í Reykjavík en fyrir sex árum.