Fréttir

Vegtollar meingölluð innheimtuaðferð

„Það er ekk­ert laun­unga­mál að við telj­um vegtolla vera meingallaða inn­heimtuaðferð og við rök­styðjum það með þess­um liðum,“ seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf á mbl.is um viðbót­ar­um­sögn fé­lags­ins við sam­göngu­áætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Telur upplýsingar um verð ekki samræmast lögum

Formaður Neytendasamtakanna telur gjaldtöku í Vaðlaheiðargöngum ekki standast lög en verð hækkar um 67% ef ökumaður borgar ekki innan þriggja tíma. Ábendingar hafa þegar borist til Neytendasamtakanna vegna gjaldtökunnar.

Betra vegakerfi borgar sig sjálft

Engin þörf er á sérstakri skattheimtu eða vegtollum til að borga uppbyggingu vegakerfisins. Úrbæturnar borga sig sjálfar og rúmlega það. Hér eru 10 atriði sem renna stoðum undir þessa niðurstöðu.

Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunarskiltum. Kostnaður við merkingar er áætlaður um 70-80 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni.

Hvað er svona slæmt við vegtolla?

Að sjálfsögðu fagnar FÍB áformum stjórnvalda um úrbætur á helstu þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti er FÍB alfarið á móti því að framkvæmdirnar verði fjármagnaðar með vegtollum. Hér eru 10 ástæður fyrir afstöðu FÍB til vegtolla.

Lítil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu í desember

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum desembermánuði jókst um 0,5 prósent sem er lítil aukning. Í heild jókst umferðin á svæðinu á árinu 2018 um 2,8 prósent og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna minni aukningu umferðar á einu á ári.

Mikil andstaða við vegtolla í umsögnum til Alþingis

Í gær var búið að senda inn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 576 umsagnir frá einstaklingum vegna samgönguáætlunar 2019- 2034. Flestir eru að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna umræðna um mögulega vegatolla á helstu akstursleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Fingrafar í stað bíllykils

Bílaframleiðandinn Hyundai hefur vakið athygli fyrir tækniþróun á ýmsum sviðum. Hyundai gefur ekkert eftir á þessu sviði en nú hefur fyrirtækið þróað tækni, þá fyrstu sinnar tegundir í bílaiðnaði sem gerir bíleigendum kleift að opna og ræsa bíla sína á fingralesara. Santa Fe verður fyrsti bíll Hyundai með búnaðinum og væntanlegur síðar á þessu ári.

Umferðin á Hringveginum jókst 2018

Umferðin í desember sl. á Hringveginum jókst um 3,4 prósent. Umferðin árið 2018 jókst þá í heild um 4,6 prósent á Hringveginum en fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára, aukning var mun meiri árin 2016 og 2017. Þetta kemur fram í gögnum frá Vegagerðinni.

Upplýsingar öllum til hagsbóta

Þarftu að láta gera við bílinn þinn? Það á alltaf að borga sig að gera við hluti og ef útlit er fyrir að viðgerð sé óhagkvæm á fagmaður að upplýsa neytandann um það. Ákvæði um þetta er að finna í þjónustukaupalögum. Lögin eru um margt matskennd og til dæmis óljóst hvað nákvæmlega felst í „óhagkvæmri viðgerð“. Þetta er m.a. það sem fram kemur í umfjöllun um málefnið á ruv.is.