Fréttir

Hvar er hægt fá eldsneyti?

Gengið hef­ur á eldsneyt­is­birgðir á bens­ín­stöðvum víða á Suður­landi og suðvest­ur­horni lands­ins und­an­farna daga. Búist er við því að fjöl­margar elds­neytis­stöðvar loki á næstu dögum en hægt og sígandi gengur á birgðirnar þar sem ekkert er verið að dreifa vegna verfalls olíubílstjóra.

Gott að temja sér sparakstur í yfirvofandi eldsneytisskorti

Í yfirvofandi eldsneytiskorti er gott að temja sér sparakstur, sem felur í sér að ná sem mestum kílómetrafjölda á sem minnstu eldsneyti.

Álagning á bensín og dísilolíu umtalsvert hærri hér á landi

Í nýlegri úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum hér á landi kemur í ljós að álagning á bensín og dísilolíu er umtalsvert hærri hér á landi en í Bretlandi og Írlandi. Costco virðist ekki veita eins mikla samkeppni og áður. Í úttektinni kemur fram að hlutur olíufélags af hverjum seldum lítra hefur rúmlega tvöfaldast frá því í maí 2022. Hann hafi farið úr röskum 30 krónum í meira en 70 krónur.

Uppbygging á hverfahleðlsum í Reykjanesbæ

Orka náttúrunnar og Reykjanesbær eru að hefja uppbyggingu á Hverfahleðslum líkt og gert hefur verið með góðum árangri í Reykjavík og Garðabæ síðustu ár. Um er að ræða u.þ.b fimmtán staðsetningar með yfir fimmtíu tengjum en fjöldinn liggur ekki endanlega fyrir og gætu staðsetningar eitthvað breyst.

Eftirlit hert með eldsneytisþrýstigeymum fyrir metangas

Samgöngustofa hefur sent skoðunarstofum ökutækja öryggistilkynningu vegna sprengingar í metangeymi bifreiðar 13. febrúar sl.

Hlutdeild Hyundai í Evrópu aldrei verið meiri

Hyundai Motor seldi nærri 519 þúsund bifreiðar (518.566) á síðasta ári í Evrópu, 0,5% fleiri en 2021. Hlutdeild fyrirtækisins á markaðnum nam 4,6 prósentum og hefur aldrei verið meiri en nú, sér í lagi á Spáni, Ítalíu, Frakklandi og Bretlandi.

Vatt ehf. hefur sölu á BYD fólksbílum í lok apríl

Vatt ehf. mun bráðlega hefja sölu á BYD fólksbílum á Íslandi sem er eitt stærsta rafbílamerki í heiminum. Skrifað var undir samninga þessa efnis á aðalskrifstofu BYD í Shenzen í Kína í byrjun vikunnar. Undir samninginn skrifuðu Frank Dunvold, framkvæmdastjóri RSA, og Michael Shu, framkvæmdastjóri BYD Evrópa. að því er fram kemur í tilkynningu

Tillögur um smáfarartæki og öryggi þeirra

Innviðaráðherra mælti á Alþingi fyrir helgi fyrir frumvarpi til breytinga á umferðarlögum frá 2019 (nr. 77/2019). Í frumvarpinu er m.a. tillögur um smáfarartæki og öryggi þeirra, virðisaukaívilnun vegna reiðhjóla, heimild ríkisaðila til að setja reglur um notkun og gjaldtöku á stöðureitum í sinni eigu og loks innleiðingu á Evrópureglum.

Kia efst hjá J.D. Power þriðja árið í röð

Kia er í efsta sæti þriðja árið í röð í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power í flokki fjöldaframleiddra bíla. Lexus varð í efsta sæti í flokki lúxusmerkja. Þrír bílar Kia, Sportage, Optima og Forte eru áreiðanlegustu bílar í sínum flokkum í könnnuninni.

Áhrifa verkfallsins mun gæta fljótt

Verkfall hjá yfir 70 flutningabílstjórum sem eru í Eflingu – stéttarfélagi og starfa hjá Olíudreifingu, Samskipum og Skeljungi hefst á hádegi á miðvikudag, 15. febrúar, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Talið er að áhrifanna af aðgerðunum muni gæta fljótt. Ef fólk fer að hamstra elds­neyti gæti það þó gerst fyrr. Þá muni það taka marga daga fyrir birgða­stöðu bensín­stöðvanna að komast í eðli­legt horf aftur ef þær tæmast.