30.08.2024
FÍB varar eindregið við þeim áformum að fjármagna stóran hluta samgöngusáttmálans með vegatollum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi gjaldtaka hefur ósanngjörn og ruglandi áhrif á verðmat húsnæðis, mismunar fólki eftir búsetu innan sama svæðis og er dæmd til að raska jafnvægi íbúabyggðar og atvinnulífs að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB.
30.08.2024
Gosmóða og gasmengun frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröð á Reykjanesskaga hefur legið yfir höfuðborgarsvæðið síðustu daga. Hækkuð gildi af fínna svifryki, svokallað nornahár, og einnig hækkuð gildi brennisteinsdíoxíðs koma fram á mælistöðvum víða á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðar hafa ekki farið varhlutan í þessum kringumstæðum en þetta fína svifryk hefur sest á bílana.
28.08.2024
Orka náttúrunnar hefur opnað nýjan hraðhleðslugarð í Öskjuhlíð með samtals tólf tengjum. Hleðslustöðvarnar í nýja Hleðslugarðinum eru öflugar, 240 kW og eru þær afar þægilegar í notkun. Á stöðvunum er góður upplýsingaskjár sem gerir alla upplifun frábæra og hægt er að velja leiðbeiningar á íslensku og öðrum tungumálum. Í Hleðslugarðinum var aðgengi fyrir öll haft í algeru fyrirrúmi.
27.08.2024
Eins og flestum er kunnugt var nýr uppfærður samgöngusáttmáli kynntur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að frá og með árinu 2030 er gert er ráð fyrir tekjum af umferð eða annarri fjármögnun ríkisins. Stjórnvöld vinna að nýrri nálgun á fjármögnun vegakerfisins sem innleidd verður í skrefum á næstu árum.Umferðar- og flýtigjöld er hluti af samgöngusáttmálanum og telur Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fyrirhugaða innheimtu vegatolla á höfuðborgarsvæðinu stórlega vanhugsaða. Áætlaður kostnaður við sáttmálann er um 311 milljarðar sem hefur hækkað umtalsvert frá upprunalegum sáttmála sem gerður vará haustmánuðum 2019. Verður fjárfest fyrir 14 milljarða árlega til ársins 2029 og frá árinu 2030 fyrir 19 milljarða til ársins 2040.
23.08.2024
Kínverski rafbíllinn Nammi Box gæti haft töluverð áhrif á evrópska rafbílamarkaðinn á næstu árum. Miðað útsöluverð bílsins má gera ráð fyrir sterkum viðbrögðum frá framleiðendum samkeppnisbíla. Einn helsti samkeppnisbíllinn er Citroën ë-C3 sem í ódýrustu útgáfunni kostar um 3.000 svissneskum frönkum (CHF) eða um 500 þúsund krónum meira en Nammi Box í Sviss.
23.08.2024
Þróunin í nýskráningum fólksbifreiða hefur verið með svipuðum hætti síðustu mánuðina. Nýskráningar fram að 16. ágúst voru 38,3% færri en á sama tíma í fyrra. Alls eru nýskráningar nú 7.435 en voru 12.057 á sama tíma á síðasta ári. Bifreiðar til ökutækjaleiga erum um 60% en til almennra notkunar 40%.
21.08.2024
Heildarkostnaður við nýjan uppfærðan samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu verður 311 milljarðar. Miklabraut fer í göng en ekki stokk og framkvæmdir við Fossvogsbrú og þar með borgarlínu fara í gang mjög fljótlega. Sæbraut verði lögð í stokk í stað fyrri áforma um ein mislæg gatnamót. Þetta kom fram á kynningarfundi í dag um uppfærðan samgöngusáttmála.
20.08.2024
Umfangsmikil könnun á vegum European Alternative Fuels Observatory, EAFO, sem heyrir undir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sjá nánar hér: https://alternative-fuels-observatory.ec.europa.eu/consumer-portal/consumer-monitor, var kynnt í sumar. Könnunin var framkvæmd í 12 aðildarríkjum Evrópusambandsins og leiðir í ljós að Evrópubúar eru almennt jákvæðir gagnvart því að skipta yfir í rafbíl. Um 19.000 neytendur svöruðu könnuninni sem gerir hana að einni umfangsmestu viðhorfskönnun veraldar um rafbílavæðingu.
20.08.2024
Í endurskoðuðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins kemur fram að framkvæmdartíminn verður lengdur um sjö ár. Þetta kom fram í gær þegar endurskoðaður sáttmáli var kynntur þinflokkum stjórnarflokkanna. Þetta hefði það í för með sér að framkvæmdartíminn verði lengdur, hann stæði yfir í 22 ár í stað 15 ára í undirritun sem gerð var 2019.
19.08.2024
Nýr holuviðgerðarbíll af tegundinni Archway Roadmaster var nýverið tekinn í notkun hjá Vegagerðinni. Aðeins einn starfsmann þarf til að stjórna bílnum og er holuviðgerðum stjórnað af ökumanni með stýripinna úr ökumannssætinu.