Fréttir

BYD innkallar tæplega 97.000 rafbíla í Kína

Kínverski bílaframleiðandinn BYD hefur tilkynnt um innköllun á næstum 97.000 rafbílum vegna framleiðslugalla í stýrisstjórnbúnaði sem gæti valdið eldhættu. Innköllunin nær til Dolphin og Yuan Plus rafbíla sem voru framleiddir í Kína á tímabilinu nóvember 2022 til desember 2023. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kínverska markaðseftirlitinu (SAMR) sem var birt var um helgina.

13 hafa látist í umferðarslysum

Það sem af er árinu hafa 13 látið lífið í umferðarslysum sem er það mesta um sjö ára skeið. Síðasta banaslysið átti sér stað um helgina þegar ekið var á gangandi vegfaranda nærri gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar.

Hefja sölu á Xpeng á Íslandi

Bílaumboðið Una, sem hefur umboð fyrir XPENG hér á landi, opnaði sýningarsal sinn á Vínlandsleið 6-8 um síðustu helgi. Til sýnis verða þrír XPENG rafmagnsbílar en það eru P7, G9 og G6. Bílaumboðið Una er systurfélag Öskju en bæði bílaumboðin eru í eigu Vekru.

Hemja þarf rányrkju bílastæðafyrirtækja á ferðamannastöðum

Á meira en 30 áfangastöðum ferðamanna víða um land eru að jafnaði rukkaðar 1.000 kr. fyrir að leggja bíl. Ef ekki er gengið frá greiðslu samdægurs fær bíleigandinn senda kröfu um 4.500 kr. vangreiðslugjald til viðbótar. Á flestum þessara staða er nýlega byrjað að rukka fyrir bílastæði sem áður voru gjaldfrjáls, án þess að nokkuð hafi breyst sem útskýrir eða réttlætir gjaldtökuna.

Umferð eykst ekki jafn hratt á höfuðborgarvæðinu

Umferðin á höfuborgarsvæðinu í ágúst jókst um tæp þrjú prósent sem er u.þ.b. meðaltalsaukning. Umferðin það sem af er ári hefur aukist minna en á sama tíma og í fyrra. Nú lítur út fyrir að umferðin á svæðinu í ár aukist um 3,3, en heldur dregur úr umferðaraukningu frá því í fyrra að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Bílabíó á RIFF

Hið vinsæla bílabíó snýr aftur laugardaginn 21. september á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð Reykjavík, RIFF, enn sem fyrr er það eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir við reiðhöllina í Víðidal þar sem tekið verður á móti gestum í sannkallaða kvimyndaveislu. Matarvagnar, popp og gos verður á staðnum til að gera bíóupplifunina enn eftirminnilegri.

Fleiri rafbílar en bensínbílar í norska bílaflotanum

Í fyrsta sinn eru fleiri rafbílar en hreinir bensínbílar í norska bílaflotanum, segir í fréttatilkynningu frá norska umferðaráðinu (OFV). Fjöldi rafbíla í norska fólksbílaflotanum hefur tekið framúr bensínbílum. Á sama tíma eru innan við ein milljón dísilbíla á norskum vegum í fyrsta skipti síðan 2011.

Skilti fyrir stærri bíla­stæði hreyfi­haml­aðra afhjúp­að – það fyrsta í heimi

Öryrkjabandalag Íslands réttindasamtök og Vegagerðin afhjúpuðu ásamt borgarstjóra nýtt umferðarmerki fyrir bílastæði hreyfihamlaðra við Laugardalslaug fyrir helgina.

Búið að hægja á umferðinni og afkastageta verulega minnkuð

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur með fulltrúum fyrirtækja á Vestfjörðum stofnað samtök sem kallast Innviðafélag Vestfjarða. Guðmundur er jafnframt talsmaður félagsins. Á vefsíðu félagsins kemur fram að síðustu árum hafi nýsköpun, frumkvöðlastarf og nýjar atvinnugreinar stuðlað að miklum vexti á Vestfjörðum. Sterkir innviðir eru forsenda áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu með tilheyrandi aukningu lífsgæða og framlagi til þjóðarbúsins. Að baki félaginu standa kraftmikil fyrirtæki á Vestfjörðum sem öll vilja tryggja vöxt og velsæld samfélagsins.

Jeep Avenger fékk aðeins þrjár stjörnur í öryggisprófunum Euro NCAP

Á dögunum birti evrópska árekstrarprófunarstofnunin, Euro NCAP, niðurstöður úr öryggisprófunum á nokkrum bílategundum, þar á meðal Audi Q6 e-tron, Ford Explorer, Jeep Avenger, Renault Symbioz, Subaru Crosstrek og XPENG G6. Flestar bifreiðarnar komust ágætlega frá pófununum.