Fréttir

Volkswagen eykur umsvif sín á Asíumarkaði

Þýski bílaframleiðandi Volkswagen ætlar auka umsvif sín enn frekar á Asíumarkaði eins og með prófunum á nýjum bílum og í fjárfestingum tengdum bílaiðnaði. Í sumar eignaðist fyrirtækið helmingshlut í kínversku rafeindabifreiðasamsteypunni JAC.

Mercedes-Benz fjárfestir í framleiðslu á rafbílum

Daimler, eigandi Mercedes-Benz, hefur fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz.

Samdráttur frá því í sömu viku fyrir ári nemur 20%


Edsneytissala dregst mikið saman í kórónuveirufaraldrinum

Eldsneytissala í september 2020 var um 28,2 þúsund rúmmetrar samkvæmt bráðabirgðatölum. Þessi sala er umtalsvert minni (13,6%) en salan í september 2019 sem var 32,6 þúsund rúmmetrar. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan var að birta

Fórnarlamba umferðarslysa verður minnst með fjölbreyttum hætti

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður sunnudaginn 15. nóvember. Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember.

Umferð heldur áfram að dragast saman vegna Covid

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 45, var sex prósentum minni en í vikunni á undan en 23 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári. Umferðin heldur áfram að dragast saman, líklega vegna áhrifa sóttvarnarreglna en ekki nærri jafnmikið og í fyrstu bylgju í vor. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hyundai i20 vann aftur Gullna stýri í fólksbílaflokki

Hin nýja kynslóð Hyundai i20 hlaut í liðinni viku Gullna stýrið hjá þýska dagblaðinu Bild am Sonntag sem birt er í nýjasta tölublaði Auto Bild. Með verðlaunum hlaut i20 þá umsögn að vera sá besti í verðflokki undir 25 þúsundum evra.

Umferðarslysum hefur fækkað um 30% á Suðurlandi

Umferðarslysum á Suðurlandi hefur fækkað um þrjátíu prósent síðan kórónuveirufaraldurinn braust út. Lögreglan hefur haft meira svigrúm til þess að sinna hvers konar sóttvarnaeftirliti í staðinn. Þetta kom fram í fréttatíma á ríkissjónvarpinu.

Innkalla þarf 420 Hyundai Kona EV

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 420 Hyundai Kona EV bifreiðar af árgerð 2018- 2020. Innköllun fellst í ísetningu á nýjum hugbúnaði fyrir háspennurafhlöðu bílsins.

Kía Sorento vann Gullna stýrið í flokki stórra sportjeppa

Nýr Kia Sorento hefur verið sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri en tilkynnt var um verðlaunin í Þýskalandi um helgina. Kia Sorento hafði betur í úrslitum við Aston Martin DBX og BMW X6 í flokki stórra sportjeppa.