26.11.2020
Umferðin í síðustu viku reyndist næri fjórum prósentum meiri en í vikunni þar á undan á höfuðborgarsvæðinu og virðast því áhrif sóttvarnaraðgerða minnka eftir því sem frá líður, a.m.k. hvað umferð varðar. Umferðin er eigi að síður mun minni er í sömu viku fyrir ári og munar þar 16,5 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
25.11.2020
Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gær, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019.
24.11.2020
Samanburður FÍB á iðgjöldum bílatrygginga á Norðurlöndunum sýnir svart á hvítu hversu langt íslensku tryggingafélögin ganga í iðgjaldaokrinu. Nánar er fjallað um þessa iðgjaldakönnun í nýútkomnu blaði FÍB.
24.11.2020
Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Samgöngustofa taka höndum saman og gefa 70.000 endurskinsmerki um allt land.
23.11.2020
Bílatryggingar eru 50-100% dýrari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt samanburði sem FÍB gerði í október. Ítarlega er fjallað um þessa iðgjaldakönnun í nýútkomnu blaði FÍB.
23.11.2020
Þegar um fimm vikur eru eftir af þessu ári eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar alls 8.369 sem gerir um 24% færri skráningar miðað við sama tímabil á síðasta ári. Um 75% sölunnar er til almennra notkunar og til bílaleiga rúmlega 23%. Fyrstu þrjár vikurnar í nóvember voru nýskráningar 361. Þetta kemur fram í gögnum frá Bílagreinasambandinu.
23.11.2020
Banaslysum í umferðinni í Svíþjóð fækkar til muna. Samkvæmt tölum frá sænsku samgöngustofunni voru banaslys helmingi færri í október en í sama mánuði í fyrra. 11 manns létu lífið í umferðinni í október og hafa ekki verið færri um árabil í þessum mánuði.
23.11.2020
Hlutfall negldra og ónegldra dekkja er kannað mánaðarlega yfir veturinn hér á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta talning vetrarins á hlutfalli milli nagladekkja og annarra dekkja fór fram 11. nóvember og reyndist hlutfallið skiptast þannig að 29,5% ökutækja var á negldum dekkjum og 70,5% var á öðrum dekkjum.
20.11.2020
Í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir 2019 kemur fram að þótt hraðakstursbrotin hafi verið fyrirferðamikil komu líka mörg önnur umferðalagabrot á borð lögreglunnar. Þar kemur fram að um 1.900 voru teknir fyrir fíkniefnaakstur og tæplega 1.200 fyrir ölvunarakstur.
19.11.2020
Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð.