18.11.2020
Þýski bílaframleiðandi Volkswagen ætlar auka umsvif sín enn frekar á Asíumarkaði eins og með prófunum á nýjum bílum og í fjárfestingum tengdum bílaiðnaði. Í sumar eignaðist fyrirtækið helmingshlut í kínversku rafeindabifreiðasamsteypunni JAC.
17.11.2020
Daimler, eigandi Mercedes-Benz, hefur fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz.
13.11.2020
Eldsneytissala í september 2020 var um 28,2 þúsund rúmmetrar samkvæmt bráðabirgðatölum. Þessi sala er umtalsvert minni (13,6%) en salan í september 2019 sem var 32,6 þúsund rúmmetrar. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan var að birta
12.11.2020
Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður sunnudaginn 15. nóvember. Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember.
12.11.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 45, var sex prósentum minni en í vikunni á undan en 23 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári. Umferðin heldur áfram að dragast saman, líklega vegna áhrifa sóttvarnarreglna en ekki nærri jafnmikið og í fyrstu bylgju í vor. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
12.11.2020
Hin nýja kynslóð Hyundai i20 hlaut í liðinni viku Gullna stýrið hjá þýska dagblaðinu Bild am Sonntag sem birt er í nýjasta tölublaði Auto Bild. Með verðlaunum hlaut i20 þá umsögn að vera sá besti í verðflokki undir 25 þúsundum evra.
11.11.2020
Umferðarslysum á Suðurlandi hefur fækkað um þrjátíu prósent síðan kórónuveirufaraldurinn braust út. Lögreglan hefur haft meira svigrúm til þess að sinna hvers konar sóttvarnaeftirliti í staðinn. Þetta kom fram í fréttatíma á ríkissjónvarpinu.
10.11.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 420 Hyundai Kona EV bifreiðar af árgerð 2018- 2020. Innköllun fellst í ísetningu á nýjum hugbúnaði fyrir háspennurafhlöðu bílsins.
09.11.2020
Nýr Kia Sorento hefur verið sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri en tilkynnt var um verðlaunin í Þýskalandi um helgina. Kia Sorento hafði betur í úrslitum við Aston Martin DBX og BMW X6 í flokki stórra sportjeppa.