Fréttir

Aukin umferð á milli vikna

Umferðin í síðustu viku reyndist næri fjórum prósentum meiri en í vikunni þar á undan á höfuðborgarsvæðinu og virðast því áhrif sóttvarnaraðgerða minnka eftir því sem frá líður, a.m.k. hvað umferð varðar. Umferðin er eigi að síður mun minni er í sömu viku fyrir ári og munar þar 16,5 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut - fjórar akreinar í gegnum Hafnarfjörð

Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gær, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019.

Spikfeit tryggingafélögin fá aldrei nóg af peningum bíleigenda

Samanburður FÍB á iðgjöldum bílatrygginga á Norðurlöndunum sýnir svart á hvítu hversu langt íslensku tryggingafélögin ganga í iðgjaldaokrinu. Nánar er fjallað um þessa iðgjaldakönnun í nýútkomnu blaði FÍB.

Verum bjartsýn og sýnileg í skammdeginu

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Samgöngustofa taka höndum saman og gefa 70.000 endurskinsmerki um allt land.

Bílatryggingar mun dýrari á Íslandi en hinum Norðurlöndunum

Bílatryggingar eru 50-100% dýrari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt samanburði sem FÍB gerði í október. Ítarlega er fjallað um þessa iðgjaldakönnun í nýútkomnu blaði FÍB.

Raf- og tengiltvinn bílar vinna mikið á

Þegar um fimm vikur eru eftir af þessu ári eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar alls 8.369 sem gerir um 24% færri skráningar miðað við sama tímabil á síðasta ári. Um 75% sölunnar er til almennra notkunar og til bílaleiga rúmlega 23%. Fyrstu þrjár vikurnar í nóvember voru nýskráningar 361. Þetta kemur fram í gögnum frá Bílagreinasambandinu.

Banaslysum í Svíþjóð fækkar

Banaslysum í umferðinni í Svíþjóð fækkar til muna. Samkvæmt tölum frá sænsku samgöngustofunni voru banaslys helmingi færri í október en í sama mánuði í fyrra. 11 manns létu lífið í umferðinni í október og hafa ekki verið færri um árabil í þessum mánuði.

Færri aka á nöglum en fyrir ári

Hlutfall negldra og ónegldra dekkja er kannað mánaðarlega yfir veturinn hér á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta talning vetrarins á hlutfalli milli nagladekkja og annarra dekkja fór fram 11. nóvember og reyndist hlutfallið skiptast þannig að 29,5% ökutækja var á negldum dekkjum og 70,5% var á öðrum dekkjum.

Um 1.900 voru teknir fyrir fíkniefnaakstur

Í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir 2019 kemur fram að þótt hraðakstursbrotin hafi verið fyrirferðamikil komu líka mörg önnur umferðalagabrot á borð lögreglunnar. Þar kemur fram að um 1.900 voru teknir fyrir fíkniefnaakstur og tæplega 1.200 fyrir ölvunarakstur.

Honda nær þriðja stigi í sjálfsaksturstækni

Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð.