Fréttir

Blæðingar í vegum í Svíþjóð

Það er ekki bara hér á landi sem tjörublæðingar eiga sér stað þessa dagana. Eins og kunnugt urðu fólks- og flutningabílar fyrir skemmdum á þjóðveginum til Akureyrar í síðustu viku en blætt hafði mikið á þessum vegakafla. Vegklæðning safnaðist saman í hjólskálum bílanna og við það brotnuðu stuðara bílanna hjá einhverjum ökumönnum. Bílstjórar hafa margir tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðinnar. Ljóst er að um milljóna tjón er að ræða þegar allt er takið saman.

Umferðin eykst – samt 11% minni en í sömu viku í fyrra

Umferðin í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu jókst nokkuð frá vikunni áður eða um átta prósent en var eigi að síður meira en 11 prósentum minni en í sömu viku í fyrra. Ljóst er að umferð er heldur að aukast en reyndar jókst umferðin í þessari viku fyrir jól mikið í fyrra. Hún jókst minna í ár en þá. Veðurfar hefur alla jafna nokkur áhrif á þessum árstíma sem gerir samanburð erfiðan. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

FIA tekur skref inn í græna framtíð

Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins ( FIA) kynnti í vikunni að það hyggðist fara að nota sjálfbært eldsneyti til notkunar í Formula 1. FIA heitir því ennfremur að kolefnisjafna allar keppnir á þeirra vegum frá 2021 og útrýma henni með öllu fyrir 2030. Þetta kom fram á aðalfundi FIA sem nú stendur yfir í Sviss.

Lítið vart við bikblæðingar

Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar hafa lítið orðið varir við bikblæðingar á Hringveginum á milli Borgarness og Akureyrar og því ekki ástæða til að letja fólk til ferðalaga þess vegna. Vegfarendur eru eigi að síður beðnir um að fara varlega og hafa varann á sér, leita upplýsinga á heimsíðu Vegagerðarinnar, á Twitter eða í síma 1777. Ástandið gæti breyst.

MG lengir framleiðandaábyrgð í 7 ár

Bílaframleiðandinn MG breytir ábyrgðarskilmálum sínum fyrir nýja og núverandi viðskiptavini á meginlandi Evrópu. Frá og með 1. janúar 2021 mun stöðluð sjö ára ábyrgð/150.000 km framleiðsluábyrgð fylgja rafbílnum.

Niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið frestað

Alþingi hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið í formi lækkaðs virðisaukaskatts, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í dag. Ívilnunin er að hámarki að fjórum milljónum króna af bílverði og getur því numið að hámarki 960 þúsund krónum.

Bandarískir sítrónubílar eru ekki lengur í ábyrgð

Svokölluð ,,sítrónulög“ í Bandaríkjunum eru ákvæði til að auka rétt neytenda ef upp kemur galli sem ekki er að hægt að gera við innan ákveðins tímaramma. Ef hins vegar framleiðandi ökutækisins stenst ekki umræddan tímaramma er hann skyldugur að kaupa hann til baka og bíllinn fær titilinn ,,lemon law“. Fyrir vikið fellur hann í verði á endursölumarkaði. Þetta var meðal þess sem kom fram í umfjöllun um málið í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en þar var Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, sem upplýsti hlustendur um þetta tiltekta mál.

Samkeppni um Fossvogsbrú auglýst í byrjun árs 2021

Vegagerðin vinnur að undirbúningi tveggja þrepa hönnunarsamkeppni brúar yfir Fossvog. Ætlunin er að samkeppnin verði auglýst í ársbyrjun 2021. Bygging brúarinnar er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar.

,,Hvetjum alla sem hafa orðið fyrir tjóni að fylla út tjónaskýrslu“

Vegna bikblæðinganna sem eru víða á leiðinni á milli Borgarness og Akureyrar hvetur Vegagerðin almenning til að fresta för um a.m.k. sólarhring er þess er nokkur kostur og fylgjast með framvindunni á morgun og næstu daga. Ef það er ekki mögulegt eru ökumenn hvattir til að aka varlega og eins og alltaf og ætíð eftir aðstæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Ný hraðhleðslustöð opnuð við Hof á Akureyri

ON vinnur nú að því að uppfæra hraðhleðslunet sitt með nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva á völdum stöðum á landinu. Nýverið var opnuð hraðhleðslustöð með 150 kW hámarkshleðslu við Hof á Akureyri.