06.10.2020
Vegna mikillar sölu Volvo á tengiltvinnbílum verður meðal útlosun koltvísýrings seldra Volvo bíla vel undir 95 grömmum á hvern ekinn kílómetra (95 g/km) í ár. Bílaframleiðendur á markaði í Evrópu verða að ná meðal koltvísýringslosun seldra fólksbíla niður í 95 g/km á þessu ári en eiga að öðrum kosti yfir höfði sér þungar sektir standist þeir ekki viðmiðið.
06.10.2020
Umferðin á Hringvegi í september dróst saman um heil 16,3 prósent sem er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Þannig að um gríðalega mikinn samdrátt er að ræða. Þetta er þess sem kemur meðal annars fram í tölum frá Vegagerðinni
05.10.2020
Óvenju margir voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og greiddu þeir samtals á aðra milljón króna í sekt. Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi.
05.10.2020
„Nýrri Orkustefnu fylgir skýr framtíðarsýn um sjálfbæra orkuframtíð. Það eru dýrmæt og mikilvæg tímamót að þverpólitísk sátt hafi náðst um framtíðarsýn, leiðarljós og tólf meginmarkmið Íslands í orkumálum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
02.10.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í september dróst saman um 4,4 prósent frá sama mánuði í fyrra. Þótt umferðin sé meiri en í ágúst er þetta mikill samdráttur í mánuðinum. Frá áramótum nemur samdrátturinn ríflega átta prósentum og það stefnir í algeran metsamdrátt í umferðinni í ár eða meira en þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
02.10.2020
Framlög til samgöngumála í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021, sem lagt var fram í gær, nema ríflega 56,2 milljörðum króna sem er um 10,7 milljarða aukning frá gildandi fjárlögum eða 23,6%. 35.525 milljarðar króna fara til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu sem er hækkun um 31,4% frá síðasta ári.
01.10.2020
Á fyrstu níu mánuðum ársins seldust alls 7268 nýir fólksbílar. Það er um 26,1% færri bílar en á sama tíbili í fyrra. Í septembermánuði einum seldust 1014 nýir fólksbílar sem gerir um 41,8% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
01.10.2020
Um mánaðarmótin sagði sænski bílaframleiðandinn Volvo upp 650 starfsmönnum og öðrum 300 til viðbótar um næstu áramót. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins eru ástæður uppsagnanna skipulagbreytingar en fyrirtækið ætlar að leggja meiri áherslu á framleiðslu rafbíla í framtíðinni. Aukin fjárfesting verður lögð í rafbíla og í hug- og vélbúnað þeim tengdum.
30.09.2020
Að óbreyttu mun færri bílum vera skilað til förgunar í ár en síðustu ár. Samkvæmt áætlun gætu um tíu þúsund bílar komið til meðhöndlunar í ár, en þeir voru 11.635 í fyrra. Skilagjald vegna förgunar ökutækja hefur verið óbreytt í nokkur ár en úrvinnsluskatturinn sem bíleigendur borga árlega hækkaði um 157% í upphafi árs. Nú er lag fyrir stjórnvöld að hækka skilagjald til að örva viðskipti með nýja og nýlega bíla. Aðgerðin ver störf og fjölgar umhverfismildari og öruggari ökutækjum í umferð.
30.09.2020
Fyrir tilstuðlan Bílgreinasambandsins var bílgreinin tekin inn í „Allir vinna“ hjá Skattinum fyrr á árinu, sem gerir það að verkum að frá og með 1. mars síðastliðnum hefur verið hægt að sækja um 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við bílaviðgerðir á fólksbílum. Var þetta afrakstur mikillar vinnu af hálfu Bílgreinasambandsins sem hafði um nokkurt skeið barist fyrir því að bílgreinin yrði hluti af þessu úrræði hins opinbera.