Fréttir

Vegagerðin hyggst bæta ökumönnum tjónið

Vega­gerðin hyggst bæta öku­mönn­um það tjón sem hlot­ist hef­ur af blæðing­um í klæðingu á fjöl­mörg­um stöðum frá Borg­ar­nesi að Öxna­dals­heiði. Á það bæði við um þrif og tjón eft­ir at­vik­um. Á þetta sér­stak­lega við um þá sem urðu fyr­ir tjóni áður en til­kynn­ing um blæðingu í klæðingu barst. Vega­gerðin hvet­ur alla tjónþola til að fylla út tjóna­skýrslu. Þetta kom fram á mbl.is

Milljónatjón á bílum vegna tjörublæðinga

Í gærkvöldi fór að bera á tjörublæðingum á þjóðveginum norður til Akureyrar en blætt hafði mikið á þessum vegakafla þegar bílstjórar fólks- og flutningabíla fór þar um. Ljóst er að margar bifreiðar hafa orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Í nokkrum tilfellum brotnuðu framrúður, framhluti bifreiða skemmdist, og dekkin fyllst af tjöru.

Kia Sorento fær 5 stjörnur hjá NCAP

Nýr Kia Sorneto hlaut á dögunum hæstu einkunn hjá Euro NCAP fyrir framúrskarandi öryggi. Allar gerðir Sorento, Hybrid, Plug-in Hybrid og dísilútfærsla, hlutu toppeinkunn hjá evrópsku öryggisstofnuninni.

Nýskráningar orðnar 8.879 – sem er 22,2% samdráttur

Þegar tæplega þrjár vikur eru eftir af þessu ári eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar 8.879 talsins. Það er um 22,2% samdráttur miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur í ljós að flestar nýskráningar á þessu ári voru í júlí, alls 1.480, en fæstar í apríl, alls 372.

Tækifæri gefast til að hreinsa götur í desembermánuði

Það viðraði vel til gatnahreinsunar í Reykjavík um helgina. Veðrið var sérlega gott á höfuðborgarsvæðinu, úrkomulítið, og hiti á bilinu 4 til 9 stig. Það er ekki oft sem gefst tækifæri til að hreinsa götur í desembermánuði.

Hlaut hæstu einkunn hjá Euro NCAP

Nýr Land Rover Defender 110 hlaut á dögunum hæstu einkunn hjá Euro NCAP fyrir framúrskarandi öryggi. Meðal þátta í einkunninni má nefna 85 stig fyrir góða vernd fullorðinna og barna í farþegarýminu.

iRap veitt alþjóðleg umferðaröryggisverðlaun

Alþjóðlegu vegaöryggissamtökunum iRAP voru á dögunum veitt Prince Michael umferðaröryggisverðlaunin. Verðlaunin eru veitt þeim aðila sem hefur það að markmiði að berjast fyrir bættu umferðaröryggi um allan heim. Irap hefur orðið mjög ágengt í baráttu sinni og er vel þessu verðlaunum komið.

Volvo ætlar að hefja smíði á eigin rafmótorum

Sænski bílaframeiðandinn Volvo hefur ákveðið að fara í 700 milljóna sænskra króna fjárfestingu og hefja smíði á eigin rafmótorum. Nýju rafmótorarnir verða smíðaðir í verksmiðju fyrirtækisins í bænum Skövde og er markmiðið að framleiðslan verði kominn í fullan gang eftir fjögur ár. Hönnun og þróun fer fram í Gautaborg og Sjanghæ í Kína.

Toyota innkallar 149 Hilux

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 149 Toyota Hilux bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremskukerfi bifreiðanna virki ekki sem skyldi.

Reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar

Neytendastofa hefur birt nýjar reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar. Reglurnar koma í stað eldri reglna um verðmerkingar á eldsneyti fyrir bifreiðar. Auk þess sem þær innleiða tilskipun 2014/94/ESB og reglugerð (ESB) 2018/732 þar sem fjallað er um verðsamanburð og merkingar að því fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu.