08.12.2020
Umferðin í viku 49 á höfuðborgarsvæðinu var aðeins meiri en í viku 48 en eigi að síður 16 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Svo virðist sem umferðin sé hægt og bítandi að aukast og ljóst að reglur um sóttvarnir hafa ekki sömu áhrif á umferðina núna og reyndin varð í vor. Eigi að síður mælist gríðarmikill samdráttur eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
07.12.2020
Næstum helmingur af 9.000 brúm á hraðbrautum Englands og í A-vegakerfinu eru í lélegu eða mjög lélegu ástandi samkvæmt gögnum sem enska samgöngumálastofnunin birti á dögunum. Í rannsóknum sem fram hafa farið kemur í ljós af 9.000 brúm eru 3.836 sem standast ekki ýtrustu öryggiskröfur.
07.12.2020
Fimmtán nýir rafmagnsbílar voru teknir í notkun hjá umhverfis- og skipulagssviði nú í byrjun desember og er það hluti af Grænum skrefum í rekstri borgarinnar. Hjalti J. Guðmundsson, sem leiðir starf skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, var að vonum ánægður með tímamótin. „Við erum að taka risastórt skref og við eigum eftir að taka fleiri,“ segir Hjalti.
04.12.2020
Breska bílamerkið MINI hyggst auka úrval raf- og tengiltvinnbíla á næstu misserum og árum auk þess sem leggja á aukna áherslu á markaði Kína með bílaframleiðslu þar í samvinnu við þarlent fyrirtæki að sögn Bernds Körber, yfirmanns hjá MINI.
04.12.2020
Umferðin í nóvember á Hringveginu reyndist 21,5 prósentum minni en í nóvember í fyrra. Þetta sami hlutfallslegi samdráttur og í október. Í tölum frá Vegagerðinni kemur fram að umferð á Norðurlandi er um 40 prósentum minni en fyrir ári síðan. Það stefnir í gríðarlegan samdrátt í ár og gæti hann orðið 14-15 prósent, sem eru tölur sem ekki hafa áður sést og munar miklu.
04.12.2020
Um 800 ökumenn voru staðnir að því að aka gegn rauðu ljósi á höfuðborgarsvæðinu árið 2019 og fjölgaði mikið í þeim hópi á milli ára. Að því fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að stöðubrotum fækkaði hins vegar á sama tímabili og voru um 4.000.
03.12.2020
Land Rover Defender hafnaði í efsta sæti á úrslitakynningu Top Gear þar sem hann hlaut flest heildarstig dómnefndar og þar með hinn eftirsótta titil Bíll ársins 2020.
02.12.2020
Kia í samvinnu við Hyundai Motor Group kynnti í gær nýjan og háþróaðan E-GMP undirvagn (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla.
02.12.2020
Götuljósateymi Orku náttúrunnar vinnur þessa dagana að útskiptum götuljósalampa í Breiðholti. Í stað eldri lampa með hefðbundnum perum eru settir upp nýir lampar með LED ljósgjafa. Verkinu miðar vel og mun að óbreyttu ljúka í janúar nk. en alls verður skipt um tæplega 3400 lampa í hverfinu. Íbúar og vegfarendur í Breiðholti hafa mögulega tekið eftir götuljósateymi Orku náttúrunnar sem hefur verið á ferðinni í hverfinu á körfubílum undanfarnar vikur.