Fréttir

Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi

Að mati lesenda Bild am Sontag í Þýskalandi er jepplingurinn Hyundai Tucson fjölskylduvænsti innflutti bíllinn í ár (most family-friendly import car 2019). Þetta er í annað sinn sem lesendur velja Tucson þann besta en að þessu sinni hafði hann betur í samkeppni við sextán aðrar bíltegundir í kosningunni.

Kia frumsýndi nýjan XCeed

Kia frumsýndi á dögunum nýjan bíl sem ber heitið Kia XCeed. Bíllinn er crossover bíll, sem er flokkur á milli fólksbíls og jepplings, með coupe lagi og afar sportlegur í útliti. XCeed hefur verið beðið með eftirvæntingu frá því Kia tilkynnti að hann væri á leiðinni. Von er á bílnum á markað seinni part haustsins.

Tesla, Mercedes og Skoda skora hátt í nýjustu Euro NCAP öryggisúttektinni

Í dag birti Euro NCAP niðurstöður öryggisprófana samtakanna á sex nýjum bílum. Fjórir þeirra ná 5 stjörnum: Tesla Model 3, Skoda Scala, Mercedes-Benz B-class og M-Benz GLE. Nýi Kia Ceed og DS3 (dýrara merki frá Citroën) Crossback sportjeppinn fengu 4 stjörnur með staðalbúnaði en ná 5 stjörnum með auka öryggispakka sem hægt er að panta og borga aukalega fyrir.

Ísland hentar vel fyrir rafbílavæðingu

Rannsókn Orku náttúrunnar á kolefnisfótspori rafbíla við íslenskar aðstæður er komin út. Á Íslandi höfum við hreina raforku en hátt olíuverð auk þess sem íbúar eru nógu fáir til að hægt sé að mæta eftirspurn. Landið hentar því afar vel fyrir rafbílavæðingu. Rannsóknin og niðurstaða skýrslunnar var tilkynnt í dag en hún getur varpað ljósi á margt það sem fólk er að velta fyrir sér í þessum efnum.

Jarðgöng og lágbrú áhugaverðir kostir fyrir Sundabraut

Í skýrslu starfshóps um Sundabraut sem hefur verið skilað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eru tveir valkostir sagðir koma til greina fyrir fyrirhugaða Sundabraut. Annars vegar jarðgöng yfir í Gufunes og hins vegar lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru talin fýsilegir kostir.

Rafbílar verði með vélarhljóð á ákveðnum hraða

Fjölmargar reglugerðir Evrópusambandsins tóku gildi í dag og lítur ein þeirra að rafbílum. Samkvæmt reglugerðinni verða rafbílar þegar þeim er ekið á undir 19 km/klst. að gefa frá bílahljóð sem við flest þekkjum. Nú verður sérstökum búnaði komið fyrir í nýjum rafbílum sem fer í gang á umræddum hraða sem að framan greinir.

Umferðin á Hringvegi jókst í júní um rúmlega 6%

Umferðin á Hringvegi í júní jókst um 6,1% sem er mun meiri aukning en á sama tíma í fyrra. Aftur dróst umferðin saman á Austurlandi. Aukningin í umferðinni fyrstu 6 mánuði ársins er töluverð en eigi að síður er gert ráð fyrir lítilli aukningu nú í ár eða um 1%. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Ísland og áhrif rafbíla á loftslagsbreytingar

ON hefur sett sér það markmið að vera leiðandi í umhverfisvænni orkuframleiðslu og styðja við orkuskiptin í samgöngum. Liður í þeirri viðleitni var gerð skýrslu um mat á þeim áhrifum sem rafbílar hafa á umhverfið.

Ný lög mikilvæg réttarvernd fyrir neytendur

Ný lög um úrskurðarnefnd er ein mikilvægasta réttarvernd neytenda í sinni tíð. Nýju lögin gera neytendum kleift að leita lausna á ágreiningsmálum við seljendur á vöru og þjónustu utan dómstóla. Þetta upplýsti Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Bresku ráðuneytin auka rafbílanotkun

Stjórnvöld víða um heim hafa sett sér há markmið í umhverhverfismálum á næstu árum. Ríkisstjórnir hafa nú þegar tekið ákvörðun um að jafnt og þétt verði rafbílar teknir í notkun á vegum ríkisins. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa komið óformum sínum á framfæri og nú á dögunum var tilkynnt að allir breskir ráðuneytisbílar verði hreinir rafbílar fyrir 2030.