Fréttir

Ný umferðarlög samþykkt

Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. Ráðherrann segir á Facebook-síðu sinni unnið hafi verið að nýjum umferðarlögum af framkvæmdarvaldsins síðastliðin tólf ár og að þau hafi verið lögð fram fjórum sinnum á Alþingi án þess að hljóta brautargengi.

Tilgangur vanrækslugjaldsins er að auka öryggi í umferðinni

Fjöldi til­fella álagðra van­rækslu­gjalda vegna öku­tæk­is sem ekki er fært til lög­bund­inn­ar skoðunar á til­sett­um tíma er hátt í 40 þúsund á ári. Lít­il breyt­ing hef­ur orðið á fjölda álagn­inga þau 10 ár sem kerfið hef­ur verið við lýði, en til­gang­ur van­rækslu­gjalds­ins er að fækka óskoðuðum öku­tækj­um í um­ferðinni. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

490 Suzuki Swift bifreiðar innkallaðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki Bílar ehf um að innkalla þurfi 490 Suzuki Swift bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að sökum forritunargalla í tölvu fyrir líknarbúnað (Air-Bag) getur búnaðurinn orðið virkur ef afturhurð er skellt aftur.

Mun meiri umferð um nýliðna Hvítasunnuhelgi

Miklu meiri umferð var um nýliðna Hvítasunnuhelgi en um sömu helgi í fyrra á leiðum út úr Reykjavík. Sérstaklega er mikill munur á umferðinni austur yfir Hellisheiði og þá sérstaklega áberandi að á laugardeginum og sunnudeginum er nánast tvöfalt meiri umferð 2019 en 2018. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Heimsfrumsýning á XCeed

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Kia mun heimsfrumsýna 26. júní nýjan og sportlegan XCeed. Bíllinn er crossover með coupe lagi og er mjög sportlegur í útliti og er með farangursrými sem er sambærilegt og bílar í jepplingaflokki.

Jaguar innkallar 48 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 48 Jaguar I-Pace bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er að endurforrita þurfi vélartölvu vegna reikningsskekkju sem varðar bremsukerfi bifreiðanna. Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.

Fyrsti rafbíllinn frá Opel á leiðinni

Nú hyllir undir það að fyrsti rafmagnsbíllinn frá þýska bílaframleiðandanum Opel komi á markað. Á fyrstu mánuðum næsta árs rennur upp stór stund í sögu Opel þegar kynntur verður rafbíll af gerðinni Opel Corsa-e sem hefur verið söluhæsta merki bílaframleiðandans um áratuga skeið.

Umferðarþunginn er mestur á föstudögum

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maí jókst um 4,7 prósent sem er mun meiri aukning en varð í sama mánuði fyrir ári síðan. En frá áramótum hefur umferðin aukist um 1,7 prósent sem er minni aukning en árið áður.

Ekkert verður af samruna Fiat Chrysler og Renault

Nú er orðið ljóst að ekkert verður af samruna Fiat Chrysler og Renault. Umræður um sameiningu hafa verið í gangi um nokkra hríð en í morgun ákvað Fiat Chrysler að slíta viðræðum. Ótryggt stjórnmálaástand í Frakklandi er talin aðal ástæðan fyrir því að ekkert verði af samrunanum. Í kölfarið féllu hlutabréf í Renault um 7%.

Markviss uppbygging innviða vegna orkuskipta í samgöngum

Hraðhleðslustöðvum við þjóðveginn verður fjölgað verulega og blásið verður til átaks með ferðaþjónustunni til að stuðla að orkuskiptum hjá bílaleigum, sem hafa víðtæk áhrif á samsetningu bílaflota landsmanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi þriggja ráðherra ríkisstjórnarinnar, þeirra Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem kynnt voru næstu skref varðandi orkuskipti í samgöngum á Íslandi.