Fréttir

FÍB aðstoð á Akureyri - meira að gera með auknum straumi ferðamanna

Bílabjörgun á Akureyri annast FÍB aðstoð á svæðinu og þar um kring. Fyrirtækið er leiðandi aðili í flutningum og björgun ökutækja á norðurlandi. Hjá Bílabjörgun starfar einn starfsmaður í fullu starfi sem hefur mikla reynslu og þekkingu af bílabjörgun og flutningum. Bakvaktir og vaktir einnig taka aðrir starfsmenn Car-x sem alla jafna sinna tjónaviðgerðum og skrifstofustörfum. Reynslumikið starfsfólk Bílabjörgunar aðstoðar fljótt og örugglega þegar kallið berst.

Innbrot í bíla færist í vöxt í Bretlandi

Innbrot í nýja og nýlega bíla virðast hafa verið að færast í vöxt í Bretlandi. Bíleigendur hafa raunar víða orðið fyrir barðinu á þessum þjófum sem láta greipar sópa sem aldrei fyrr. Algengt er að fólk sjái þess merki að farið hefur verið inn í bíla þess á bílastæðum og stolið úr þeim töskum, myndavélum og öðrum farangri.

Talið niður fyrir gangandi vegfarendur

Niðurtalningarljós fyrir gangandi vegfarendur voru tengd fyrir helgina á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu.Bætt öryggi er meginástæðan fyrir uppsetningu ljósanna en niðurtalningarljósin hjálpa fólki að virða ljósin.

Unnið við fræsingu á Suðurlandsvegi

Stefnt er að því að fræsa Suður­lands­veg frá hring­torgi við Toyota á Sel­fossi að Olís Arn­bergi í dag. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Vegagerðinni.

Helmingur bifreiða drifnir áfram með bensíni

Eftir tvö metár í nýskráningum bifreiða, lækkaði hlutfall nýrra fólksbifreiða verulega árið 2018. Heildarfjöldi nýskráðra fólksbifreiða nam 17.967, eða tæplega 16% færri en árið 2017. Séu nýskráningum atvinnubifreiða bætt við, var heildarfjöldi nýskráðra bifreiða liðlega 20 þúsund og lækkaði hlutfallslega um 14,6%.

Toyota innkallar Yaris árgerð 2018-2019

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 37 Toyota Yaris bifreiðar af árgerðunum 2018 til 2019.

Nýr Herjólfur hefur siglingar

Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu ferð með farþega milli lands og Eyja í gærkvöldi. Skipið lagði af stað af stað klukk­an 19:30 úr Vest­manna­eyja­höfn með 500 farþega. Til greina kemur hvort gamli Herjólf­ur sigli auk hins nýja um næstu helgi þegar Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um fer fram.

Rúmlega 65% nýskráðra bíla eru gráir eða hvítir

Litagleði í bifreiðakaupum er enn af skornum skammti þegar kemur að ákvörðunartöku á lit á bílnum. Gráir og hvítir bílar eru enn í miklum meirihluta nýskráðra bíla.

Mikil vakning í mengunarmálum í Evrópu

Til að stemma stigu við aukna mengun í mörgum stórborgum Evrópa hefur verið gripið til margs konar ráða. Ein þeirra er að útiloka gamlar bifreiðar sem menga meira en eðlilegt getur talist frá svæðum í og við miðborgir. Borgaryfirvöld í París, London og Stokkhólmi tóku ákvörðun um þetta fyrir tveimur árum og er árangurinn þegar farinn að koma í ljós. Nú hafa borgaryfirvöld í Madríd ákveðið að grípa til sömu aðgerða til að sporna við aukinni mengun sem er töluverð nú þegar.

22% ökumanna kjósa að fara um Víkurskarðið

Umferðin á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals er mun meiri í ár en eldri umferðarspár Vegagerðarinnar gerðu ráð fyrir, jafnvel í háspánni frá 2012, en hinsvegar fara fleiri um Víkurskarð en sömu spár gerðu ráð fyrir. Þær voru gerðar löngu áður en vitað var um verðlagningu á því að fara um Vaðlaheiðargöng. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.