12.08.2019
Sala á raf- og tvinnbílum í Kína hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Á árunum 2013-2017 jókst salan á þeim gríðarlega eða um 2000%. Þessi gífurlega aukning er rakin til aðgerða kínverska yfirvalda sem hvatt hafa þá sem eru í bílahugleiðingum að íhuga alvarlega kaup á raf- og tvinnbílum af umhverfissjónarmiðum.
12.08.2019
Endurkröfunefnd samþykkti á síðasta ári í 134 málum af 149 að vátryggingafélög ættu endurkröfurétt á hendur tjónvöldum sem höfðu valdið tjóni „af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi,“ eins og það er orðað í umferðarlögum.
08.08.2019
Velgengni sænska bílaframleiðandans Volvo heldur áfram en núna liggur fyrir uppgjör fyrirtækisins fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Veltan á fyrri helmingi ársins nam 130 milljörðum sænskra króna og hefur aldrei verið meiri. Alls seldi Volvo rúmlega 340 þúsund bíla á þessum tíma sem er aukning um 7.3% frá fyrra ári.
08.08.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 11 Kia Optima bifreiðar af árgerðum 2019 og 2020. Ástæða innköllunarinnar er að hugbúnaðarvilla í MFC myndavél sem getur valdið truflunum á öryggisbúnaði bifreiðanna.
06.08.2019
Samband kanadískra bílablaðamanna, AJAC, útnefndi nú í sumar nýjan öryggisbúnað í Subaru Forester sem bestu nýsköpun ársins á öryggissviði (Best Safety Innovation for 2019). Búnaðurinn nefnist „Subaru DriverFocus Distraction Mitigation System“ og er ætlaður til að auðvelda ökumanni að takast á við ýmsar truflanir sem fylgja akstri og einnig til að vekja athygli hans skynji búnaðurinn þreytumerki í fari ökumanns til að draga úr líkum á óhappi.
06.08.2019
Bílafloti landsins hefur yngst undanfarin ár, eða allt þar til á síðasta ári. Undir lok ársins 2018 var meðalaldur fólksbílaflotans 12,4 ár, þá er miðað við alla skráða fólksbíla, hvort sem þeir eru í notkun eða ekki.
02.08.2019
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með töluvert eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áherslan í sumar hefur m.a. verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, ferðavögnum/eftirvögnum og hættulegum framúrakstri.
02.08.2019
Ein mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan og mikill umferðarþungi því samfara á vegum landsins. Lögð er þung áhersla á að ökumenn gefi sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina.
02.08.2019
Umferðareftirlit er viðamikill hluti af starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvergi hefur verið slakað á í þeim efnum í sumar. Umferðin hefur almennt gengið vel fyrir sig í umdæminu og vonandi verður svo áfram.
02.08.2019
Vegagerðin hefur hleypt umferð á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Þarna er um að ræða 4,9 km langan vegarkafla sem nú er með bundið slitslag. Þetta eru tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn allur er með bundnu slitslagi.