04.06.2019
Samgöngustofa ætlar ekki að svipta bílaleiguna Procar starfsleyfi. Tillögur fyrirtækisins að úrbótum voru taldar fullnægjandi. Lögreglurannsókn á málinu er komin til héraðssaksóknara vegna umfangs. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.
04.06.2019
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, telur að lækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti ætti að fara skila sér til Íslands. Hann segir að samkeppni sé að aukast á eldsneytismarkaði. Atlantsolía, Dælan, Orkan og ÓB hafa lækkað bensínverð á sumum stöðvum að undanförnu og fært það nær verðinu í Costco. Þetta kom fram í viðtali við Runólf í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
04.06.2019
Umferðin á Hringvegi í maí jókst um 6,5 prósent sem er meiri aukning en á sama tíma í fyrra. Eigi að síður dróst umferðin á Austurlandi saman í maí. Aukningin í umferðinni fyrstu fimm mánuði ársins er töluverð en eigi að síður minnsta aukningin síðan árið 2015. Reikna má með að heildaraukning á árinu gæti orðið um tvö prósent á Hringvegi. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
04.06.2019
Eins og flestir urðu varir við skall á eldsneytisverðstríð olíufélagana í gær á höfuðborgarsvæðinu. Verðið var tæpum tuttugu krónum lægra á lítrann en á þeim bensínstöðvum sem bjóða upp á næstlægasta verðið. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB,segir að heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið að gefa aðeins eftir að undanförnu og því komi verðstríðið á heppilegum tíma.
03.06.2019
Verð á eldsneyti hefur lækkað mikið á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í morgun reið Atlantsolía á vaðið og lækkaði eldsneyti í rúmlega 211 krónur lítrann á stöð sinni á Sprengisandi í Reykjavík.
03.06.2019
Samkvæmt niðurstöðu nýrrar könnunar helsta greiningarfyrirtækis Bretlands á bílamarkaði, Driver Power Survey, er það mat bíleigenda á Bretlandsmarkaði sem tóku þátt í könnuninni að Subaru sé besti bílaframleiðandi ársins þegar kemur að þróun öryggisbúnaðar fyrir bíla. Þá er Subaru jafnframt í 6. sæti yfir tíu bestu bílaframleiðendur heims.
03.06.2019
Viðbúið er að rafbílum muni fjölga töluvert á næstu misserum, en frá og með 1. janúar 2020 taka gildi reglur á Evrópska efnahagssvæðinu um hámark meðallosunar allra seldra bíla frá hverjum framleiðanda á koltvísýringi, sem ekki má fara yfir 95 grömm á hvern ekinn kílómeter. Þetta kemur fram í umfjöllun í Viðskiptablaðinu.
29.05.2019
Könnun Infact fyrir hönd Dekkmann í Noregi fyrir nokkrum misserum síðan sýndi að flestir Norðmenn hafa ekki hugmynd um það hversu hættulegt það er að aka á vetrardekkjum yfir sumarið. Könnunin leiddi í ljós að fimmti hver bíleigandi hefur ekið á ónegldum vetrardekkjum yfir sumarið. Einnig var spurt um hemlunarvegalengd bíls á vetrardekkjum við sumarhita á blautum vegi. Svörin voru langt frá raunveruleikanum.
29.05.2019
Um síðustu áramót var sett á fót nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem átti að endurskoða fjölbýlishúsalögin meðal annars með tilliti til rafbíla og hleðslu þeirra. Nefndin átti að skila af sér 1. mars en málinu hafi verið slegið á frest. Málið sé tímafrekt og tæknilega flókið en engu að síður þurfi að leysa úr því. Þetta kom fram í máli Sigurðar H. Guðjónssonar, formanns og framkvæmdastjóra Húseigendafélagsins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
28.05.2019
Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun, miðvikudaginn 29. maí. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim 30. september 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli í morgun.