Fréttir

Tækninni fleygir svakalega hratt fram

„Það er alltaf nóg að gera í því að aðstoða fólk sem þarf á þjónustu okkar að halda. Þó er minna um að verið sé að laga læsingar en áður. Við erum nú mest í því að aðstoða fólk sem hefur týnt bíllyklum. Enn fremur er nokkuð um að fólk brjóti lyklana sína. Nú er að mestu notuð fjarstýring og nota verður síledrín þegar bílinn verður straumlaus en það hefur aldrei aldrei notað og allt situr fast svo að lyklar brotna oft á tíðum. Umfram allt er gaman að koma fólki til hjálpar í neyð,“ sagði Kristján Ibsen Ingvarsson hjá Neyðarþjónustunni í spjalli við FÍB-blaðið.

Lögreglan í Sviss tekur rafbíla í sína þjónustu

Lögreglan í svissnesku kantónunni St. Gallen tók á dögunum í notkun þrettán nýja rafbíla af gerðinni Hyundai Kona EV. Fimm bílanna verða í þjónustu einkennisklæddra lögreglumanna við skyldustörf. Hinir verða notaðir í almennum störfum starfsmanna embættisins.

Sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað

Eins og fram hefur komið voru ný umferðarlög samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk.

Ný umferðarlög samþykkt

Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. Ráðherrann segir á Facebook-síðu sinni unnið hafi verið að nýjum umferðarlögum af framkvæmdarvaldsins síðastliðin tólf ár og að þau hafi verið lögð fram fjórum sinnum á Alþingi án þess að hljóta brautargengi.

Tilgangur vanrækslugjaldsins er að auka öryggi í umferðinni

Fjöldi til­fella álagðra van­rækslu­gjalda vegna öku­tæk­is sem ekki er fært til lög­bund­inn­ar skoðunar á til­sett­um tíma er hátt í 40 þúsund á ári. Lít­il breyt­ing hef­ur orðið á fjölda álagn­inga þau 10 ár sem kerfið hef­ur verið við lýði, en til­gang­ur van­rækslu­gjalds­ins er að fækka óskoðuðum öku­tækj­um í um­ferðinni. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

490 Suzuki Swift bifreiðar innkallaðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki Bílar ehf um að innkalla þurfi 490 Suzuki Swift bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að sökum forritunargalla í tölvu fyrir líknarbúnað (Air-Bag) getur búnaðurinn orðið virkur ef afturhurð er skellt aftur.

Mun meiri umferð um nýliðna Hvítasunnuhelgi

Miklu meiri umferð var um nýliðna Hvítasunnuhelgi en um sömu helgi í fyrra á leiðum út úr Reykjavík. Sérstaklega er mikill munur á umferðinni austur yfir Hellisheiði og þá sérstaklega áberandi að á laugardeginum og sunnudeginum er nánast tvöfalt meiri umferð 2019 en 2018. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Heimsfrumsýning á XCeed

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Kia mun heimsfrumsýna 26. júní nýjan og sportlegan XCeed. Bíllinn er crossover með coupe lagi og er mjög sportlegur í útliti og er með farangursrými sem er sambærilegt og bílar í jepplingaflokki.

Jaguar innkallar 48 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 48 Jaguar I-Pace bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er að endurforrita þurfi vélartölvu vegna reikningsskekkju sem varðar bremsukerfi bifreiðanna. Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.

Fyrsti rafbíllinn frá Opel á leiðinni

Nú hyllir undir það að fyrsti rafmagnsbíllinn frá þýska bílaframleiðandanum Opel komi á markað. Á fyrstu mánuðum næsta árs rennur upp stór stund í sögu Opel þegar kynntur verður rafbíll af gerðinni Opel Corsa-e sem hefur verið söluhæsta merki bílaframleiðandans um áratuga skeið.