11.09.2019
Á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, með fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem kynnt var framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kom fram að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu. Ríkið mun selja landið að Keldum til að fjármagna framkvæmdirnar. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum á RÚV.
11.09.2019
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst mjög lítið eða um 0,4 prósent. Umferðin frá áramótum hefur einungis aukist um 1,2 prósent og útlit er nú fyrir að heildaraukningin í ár geti numið 2,4 prósentum, samkvæmt reiknilíkani Vegagerðarinnar. Það yrði þá minnsta aukning síðan árið 2012. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
11.09.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 185 Toyota Proace bifreiðar af árgerðum 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggisbelti farþegamegin virki ekki sem skyldi við ákveðnar aðstæður.
11.09.2019
KYNNING: Brimborg frumsýnir glænýjan og ríkulega búin Mazda CX-30 með nýrri M-Hybrid tækni í Reykjavík og á Akureyri laugardaginn 14. september.
Mdownloadazda CX-30 er glænýr bíll í jeppalínu Mazda og kemur sem viðbót við CX-3 og CX-5 sem hafa slegið í gegn á Íslandi.
10.09.2019
Eftir margra mánaða bið hefur VW loks svipt hulunni af nýjasta rafmagnsbílnum ID.3.
09.09.2019
Eftir langa bið hefur ný þjónustumiðstöð rafbílaframleiðandans Tesala hefur verið opnuð að Krókhálsi í Reykjavík.
23.08.2019
Samkvæmt samanburði á verðlagningu á bensíni og dísilolíu í 30 löndum njótum við Íslendingar þess vafasama heiðurs að vera þar á toppnum. Íslenskir neytendur borga hæsta verðið fyrir eldsneytið.
21.08.2019
Morgunverðarfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. ágúst í tengslum við meistarakeppni FIA 2019 í nákvæmnisakstri rafbíla.
16.08.2019
Samgönguráðherra boðar innheimtu vegtolla til og frá höfuðborginni þegar á árunum 2023 til 2024 sem er algjör stefnubreyting frá yfirlýsingum formanns Framsóknarflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga í október 2017. Þetta gengur einnig þvert á vilja meirihluta landsmanna samkvæmt ítrekuðum skoðanakönnunum og undirskriftasöfnunum á liðnum árum.