Fréttir

Allar bílgerðir Jaguar Land Rover verða með rafmótor

Í samræmi við stefnu sína um að bjóða alla bílgerðir Jaguar Land Rover með rafmótor frá og með 2020 hefur verksmiðja fyrirtækisins í Castle Bromwich í Bretlandi nú verið undirbúin fyrir breytingarnar því 2021 kemur flaggskip Jaguar, stóri lúxusbíllinn XJ, á markað sem 100% rafbíll, en framleiðslu sama bíls með núverandi drifrás hefur verið hætt.

Umferð á Reykjanesbraut norðan Sprengisands færð yfir á bráðabirgðaveg

Í kvöld og nótt verður umferð á Reykjanesbraut norðan Sprengisands færð yfir á bráðabirgðaveg vestan við Reykjanesbrautina og hraði tekin niður í gengum framkvæmdasvæðið, en búast má við einhverjum töfum meðan á þessu stendur.

Óánægju gætir með stuttan greiðslufrest í Vaðlaheiðargöngum

Talsverðrar óánægju gætir á meðal vegfarenda sem fara um Vaðlaheiðargöng hversu stuttur tími er gefinn til greiðslu fyrir staka ferð í gegnum göngin. Frá því að gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöngum 2. janúar sl. hefur vegfarendum staðið til boða að kaupa staka ferð í gegnum göngin á kr. 1.500 á veggjald.is eða tunnel.is eða með símaappi allt að þremur tímum áður eða þremur tímum eftir að ekið er í gegnum göngin. Að öðrum kosti hefur veggjaldið verið innheimt af umráðamanni ökutækis að viðbættu 1.000 kr. álagi.

Ný umferðarlög fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar

Ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Meginmarkmið laganna er að vernda líf og heilsu vegfarenda með auknu umferðaröryggi þar sem jafnræðis er gætt milli vegfarenda. Lögin er afrakstur margra ára undirbúnings og heildarendurskoðunar á löggjöfinni í víðtæku samráði við almenning og hagsmunaaðila. Nýju lögin nr. 77/2019 taka gildi um næstu áramót eða 1. janúar 2020.

Brimborg innkallar 165 Volvo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælivatnshosa morkni vegna hita og rakabreytinga.

Vegmerkingum víða ábótavant

Á Íslandi má finna víða dæmi um óviðunandi vegmerkingar. Það virðist eiga bæði við um skilti og yfirborðsmerkingar vanti, þær séu ónákvæmar eða orðnar óskýrar. Stundum virðist sem ekki sé hreinlega vandað nægilega til verka eða vegmerkingar látnar mæta afgangi. Þetta kemur fram í umfjöllun bílablaðs Morgunblaðsins þar sem fjallað er um vegmerkingar hér á landi

Umferðin um Vaðlaheiðargöng í júní töluvert undir væntingum

Umferðin um Vaðlaheiðargöng í júní var töluvert undir væntingum og eru tekjur það sem af er sumrinu um 35% minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í áætlunum var gert ráð fyrir að um 90% af umferðinni myndu nota göngin en staðreyndin er sú að hlutfallið er um 70%.

Hraðaskilti virka vel til að stemma stigu við hraðakstri

Vinna að fyrsta áfanga tvöföldunar Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss eru nokkurn veginn á áætlun. Þrátt fyrir einhverjar tafir er stefnt að því að klára verkefnið um miðjan október. Þetta kemur fram í samtali við Águst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóra hjá Íslenskum aðalverktökum á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Hægt að fylgjast með umferðarþunga á stofnbrautum borgarinnar

Lifandi gögn um umferðarþunga á helstu stofnbrautum borgarinnar eru nú aðgengileg í Borgarvefsjá – borgarvefsja.is. Gögnin eru sótt úr umferðarskynjurum á 90 sekúndna fresti, en þeir eru hluti af miðlægri stýringu umferðarljósa í borginni. Alls eru 88 teljarar í götum borgarinnar.

Löng leit að bílastæðum veldur umferðartöfum

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir viðamiklar framkvæmdir og löng leit ökumanna að bílastæðum valdi umferðartöfum í miðborginni að því er Fréttablaðið fjallar um.