Fréttir

Trúir því ekki að óreyndu að yfirvöld ætli sér að taka upp veggjöld

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segist ekki trúa því að óreyndu að yfirvöld ætli sér að taka upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna samgönguframkvæmdir og Borgarlínu. Runólfur segir að ef þetta verði að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum fengið á sig auknar álögur sem gætu numið á bilinu 30-40 þúsund á mánuði. Þetta kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Veggjöld á helstu stofnæðar til að fjármagna samgönguframkvæmdir

Á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, með fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem kynnt var framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kom fram að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu. Ríkið mun selja landið að Keldum til að fjármagna framkvæmdirnar. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum á RÚV.

Útlit fyrir minnstu aukningu síðan 2012

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst mjög lítið eða um 0,4 prósent. Umferðin frá áramótum hefur einungis aukist um 1,2 prósent og útlit er nú fyrir að heildaraukningin í ár geti numið 2,4 prósentum, samkvæmt reiknilíkani Vegagerðarinnar. Það yrði þá minnsta aukning síðan árið 2012. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Toyota innkallar 185 Proace

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 185 Toyota Proace bifreiðar af árgerðum 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggisbelti farþegamegin virki ekki sem skyldi við ákveðnar aðstæður.

Frumsýning á Mazda CX-30

KYNNING: Brimborg frumsýnir glænýjan og ríkulega búin Mazda CX-30 með nýrri M-Hybrid tækni í Reykjavík og á Akureyri laugardaginn 14. september. Mdownloadazda CX-30 er glænýr bíll í jeppalínu Mazda og kemur sem viðbót við CX-3 og CX-5 sem hafa slegið í gegn á Íslandi.

VW ID.3 kynntur til leiks

Eftir margra mánaða bið hefur VW loks svipt hulunni af nýjasta rafmagnsbílnum ID.3.

Tesla opnar á Íslandi

Eftir langa bið hefur ný þjónustumiðstöð rafbílaframleiðandans Tesala hefur verið opnuð að Krókhálsi í Reykjavík.

Vanrækslugjald á hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi


Eldsneyti dýrast á Íslandi

Samkvæmt samanburði á verðlagningu á bensíni og dísilolíu í 30 löndum njótum við Íslendingar þess vafasama heiðurs að vera þar á toppnum. Íslenskir neytendur borga hæsta verðið fyrir eldsneytið.

Upphitun fyrir heimsmeistarakeppni rafbíla í nákvæmnisakstri.

Morgunverðarfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. ágúst í tengslum við meistarakeppni FIA 2019 í nákvæmnisakstri rafbíla.