Fréttir

Meðalaldur bílaflotans hækkar lítillega milli ára

Bílafloti landsins hefur yngst undanfarin ár, eða allt þar til á síðasta ári. Undir lok ársins 2018 var meðalaldur fólksbílaflotans 12,4 ár, þá er miðað við alla skráða fólksbíla, hvort sem þeir eru í notkun eða ekki.

Nýtt öryggiskerfi í Subaru fær viðurkenningu

Samband kanadískra bílablaðamanna, AJAC, hefur útnefnt nýjan öryggisbúnað í Subaru Forester sem bestu nýsköpun ársins á öryggissviði (Best Safety Innovation for 2019). Búnaðurinn nefnist „Subaru DriverFocus Distraction Mitigation System“ og er ætlaður til að auðvelda ökumanni að takast á við ýmsar truflanir sem fylgja akstri og einnig til að vekja athygli hans skynji búnaðurinn þreytumerki í fari ökumanns til að draga úr líkum á óhappi.

Hekla innkallar 246 Volkswagen Polo

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Volkswagen Polo bifreiðar af árgerð 2018 og 2019. Um er að ræða 246 bifreiðar.

Nýskráningum fækkar milli ára

ftir tvö metár í nýskráningum bifreiða, lækkaði hlutfall nýrra fólksbifreiða verulega árið 2018. Heildarfjöldi nýskráðra fólksbifreiða nam 17.967., eða tæplega 16% færri en árið 2017. Séu nýskráningum atvinnubifreiða bætt við, var heildarfjöldi nýskráðra bifreiða liðlega 20 þúsund og lækkaði hlutfallslega um 14,6%. Þetta kemur fram í Árbók bílgreina hjá Bílgreinasambandi Íslands sem var að koma út.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Vegagerðin og Ístak skrifuðu fyrir helgina undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar (41), frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Fjögur tilboð bárust í verkið. Vegagerðin gekk til samninga við Ístak eftir ítarlegt mat á tilboðum.Samkvæmt áætlunum eiga framkvæmdir að hefjast nú í byrjun maí. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Við sama tækifæri var einnig skrifað undir samninga við Mannvit um eftirlit með verkinu.

Gífurleg aukning í sölu á raf- og tvinnbílum í Kína

Sala á raf- og tvinnbílum í Kína hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Á árunum 2013-2017 jókst salan á þeim gríðarlega eða um 2000%. Þessi gífurlega aukning er rakin til aðgerða kínverska yfirvalda sem hvatt hafa þá sem eru í bílahugleiðingum að íhuga alvarlega kaup á raf- og tvinnbílum af umhverfissjónarmiðum.

Ferðamenn þurfa nú að taka öku­próf

Í gær var kynnt sam­starfs­verk­efni Hertz, Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjargar og Sjóvá um sér­hannað öku­próf fyrir ferðafólk. Verk­efnið gengur út á að allir sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á mynd­band og taka í kjöl­farið ra­f­rænt próf og er bíla­leigu­bíll ekki af­hentur fyrr en leigutaki hefur staðist prófið.

BL ehf. innkallar 109 BMW bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi BMW bifreiðar af árgerðunum 2000 til 2003. Um er að ræða 109 bifreiðar af 3 series E39 og 5 series E53. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Um er að ræða hluta af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata. Við innköllun eru loftpúðar skoðaðir og skipt um ef þurfa þykir .

Bensíndælum í þéttbýli fækkar á næstu árum

Bensíndælum í Reykjavík verður fækkað um helming til ársins 2030 og árið 2040 verða þær að mestu horfnar, gangi loftslagsáætlun borgarinnar eftir. Olíufyrirtækin hafa breytt áherslum í rekstri, meðal annars til að búa sig undir orkuskiptin. Umfjöllun um þetta málefni kemur fram á vefsíðu ruv.is.

Brimborg innkallar Ford Mustang og Ford GT

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford Mustang og Ford GT bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 44 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.