29.10.2018
Að beiðni Opel hefur Bílabúð Benna innkallað 88 Opel Astra bifreiðar af árgerðunum 2016 og 2017 og 18 Opel Mokka bifreiðar af árgerðunum 2017 og 2018. Um er að ræða bifreiðar með 1.4L bensínvélum.
25.10.2018
Alvarlegum umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega. Þannig er aukin fíkniefnaneysla ekki aðeins hættuleg notendum efnanna heldur öllum vegfarendum.
24.10.2018
Fleiri bílaframleiðendur vinna að framleiðslu rafbíla en ljóst að þeir muni auka hlutdeild sína til muna á bílamarkaðnum á næstu árum. Á dögunum kom fram í þýskum fjölmiðlum að þýski bílaframleiðandinn Porsche ætlar ekki að sitja eftir í þessum efnum. Fljótlega á næsta ári kemur á markaðinn nýr bíll frá fyrirtækinu.
23.10.2018
Norðmenn hafa verið mjög áhugasamir um rafbíla og í dag er um 145.000 rafbílar skráðir í landinu. Langflestir bílanna eru á Osló-svæðinu en þeim fer jafnt og þétt fjölgandi á landsbyggðinni.
22.10.2018
Septembermánuður var þriðji mesti í sölu bifreiða hér á landi frá 2008. Þegar hátt í tíu mánuðir eru liðnir af árinu hafa 16.400 bifreiðar verið seldar. Í samtali við Maríu Jónu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins í Morgunblaðinu í dag hefur hún ekki áhyggjur af markaðnum.
19.10.2018
Hyundai Motor er farsælasta „merki ársins 2018“ (Brand of the Year 2018) að mati yfirdómnefndar Red Dot Design Award sem tilkynnt hefur fyrirtækinu um aðalverðlaunin í ár sem afhent verða við hátíðlega athöfn í Berlín þann 26. október.
18.10.2018
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent í gær við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota og veitti Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota þeim viðtöku við athöfn í Hörpu.
18.10.2018
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram í viðtali við Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar, að hann ætli að sala á nýju bílum hafi dregist saman um 30% á síðustu 3-4 vikum. Samdrátturinn hafi byrjað eftir að gengi krónunnar fór að gefa eftir í lok sumars. Miðgengi evru er í dag 137 krónur, borið saman við 123 krónur í byrjun ágúst. Bent er á að innkaupverð á bíl sem kostar t.d. 20 þúsund evrur hafi hækkað um 280 þúsund krónur.
17.10.2018
Í september voru alls 1.074 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, 21,4 prósentum færri en í sama mánuði 2017 þegar nýskráðir voru 1.366 bílar. Sé aðeins litið til bílakaupa einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) í mánuðinum var samdrátturinn meiri eða 26,1% miðað við september 2017. Frá áramótum hafa alls 17.502 fólks- og sendibílar verið nýskráðir og er það 11,9% samdráttur miðað við fyrstu níu mánuði síðasta árs þegar alls 19.869 bílar höfðu verið nýskráðir.
16.10.2018
Þýskir dómstólar komust að þeirri niðurstöðu í morgun að sekta þýska bílaframleiðandann Audi, sem er dótturfyrirtæki Volkswagen, um 800 milljónir evra sem samsvarar um 108 milljörðum íslenskra króna vegna útblásturs frá bílum fyrirtækisins sem sýndu minni útblástur en hann í raun var. Þar er átt við V6- og V8 dísilvélar sem Audi smíðaði og settar voru á markað með óviðeigandi hugbúnaðaraðgerð.