Fréttir

Hækkanir þegar farnar að koma fram

Hækkanir á útsöluverði nýrra bifreiða eru þegar farnar að koma fram en þær má að mestu rekja til breytinga á mengunarstaðli vegna útblásturs bíla sem tóku gildi í Evrópu þann 1. september sl. Um er að ræða svonefndan WLTP-staðal sem felur í sér hertar reglur um losunarmælingar á útblæstri bíla.

Tíu milljarðar í þjóðarbúið af akstri ferðamanna

Í rannsóknum sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann að kemur í ljós að um 60% ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári hafi leigt sér bílaleigubíl. Þetta er töluverð aukning frá árunum þar á undan. Erlendir ferðamenn óku 640 milljónir km í bílaleigum bílum hér á landi í fyrra. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Vegagerðin stóð fyrir.

Rafbílavæðing hagkvæm fyrir þjóðarbúið

Rafbílavæðing hefur jákvæð áhrif í heild þegar til lengri tíma er litið, þegar litið er til helstu þjóðhagslegra stærða og fjárhagslegra hagsmuna neytenda. Auk þess skilar hún umtalsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar greiningar sem unnin var af HR og HÍ fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Grænu orkuna, Íslenska Nýorku og Orkusetur og kynnt var í Norræna húsinu í gær. Þetta kemur fram á vefsíðu Samorku.

Suzuki vinsælasta smábílamerkið 2017

Breska ráðgjafafyrirtækið IHS Automotive sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á bílamarkaði hefur gefið út að Suzuki var vinsælasta smábílamerkið í heimi 2017. Þetta er byggt á sölutölum á smábílum á heimsvísu fyrir umrætt ár.

Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng ganga framar vonum

,,Vinna við Dýrafjarðargöng gengur vel og samkvæmt áætlun. Við erum búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og höfum flutt okkur yfir í Dýrafjörð. Byrjaðir að grafa inn í fjallið og komnir rúmlega 140 metra þar inn. Þar eigum við eftir að grafa um 1500 metra og við áætlum að ljúka því í lok apríl í vor. Stefnt er síðan að því að opna göngin 20. apríl 2020. Það má alveg segja það að heilt yfir framkvæmdir hafa gengið framar vonum,“ segir Guðmundur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Suðurverk.

Nýjar gjaldtökur skoðaðar til að flýta framkvæmdum


Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Sunnudaginn 18. nóvember verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til þessarar athafnar í sjöunda sinn og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Jaguar I-Pace bíll ársins í Þýskalandi

Jaguar I-Pace bíll ársins í Þýskalandi en það voru 14 þýskir bílablaðamenn sem komust að þessari niðurstöðu um síðustu helgi. Þetta er mikill heiður fyrir breska bílaframleiðandann en þessi nýi rafbíll frá Jaugar hefur fengið frábæra dóma um allan heim.

Volkswagen Golf langsöluhæsti bíllinn í Evrópu

Volkswagen Golf er langsöluhæsti bíllinn í Evrópu en sölutölur frá 44 markaðslöndum fyrstu níu mánuði ársins liggja nú fyrir. Á þessu tímabili seldust 404.269 eintök af Volkswagen Golf og er bíllinn í algjörum sérflokki. Önnur tegund frá þýska bílaframleiðandanum, VW Golf, kemur í öðru sæti en á fyrstu níu mánuðum ársins seldust rúmlega 292 þúsund eintök af þessari tegund í Evrópu.

Ráðist verði í breikkun sem allra fyrst

Stefnt er að breikkun vegakaflans miðja vegu milli nýju gatnamótanna við Krýsuvíkurveg og gatnamótanna við Strandgötu á næstu tveimur árum. Erlendur karlmaður lést á þessum gatnamótum í umferðarslysi í gærmorgun. Hann var farþegi í annarri bifreiðinni og hefur ökumaður hennar verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember.