Fréttir

Áform um setningu nýrra umferðarlaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undirbýr nú heildarendurskoðun umferðalaga. Frestur til að koma að ábendingum og umsögnum er til og með 2. febrúar næstkomandi og sendist á netfangið postur@srn.is

Nýr og endurhannaður Duster

Dacia kynnti nýja og endurhannaða útgáfu af sportjeppanum Duster á bílasýningunni í Frankfurt undir lok síðasta árs. Næstkomandi laugardag 20. janúar kynnir BL bílinn í sýningarsalnum við Sævarhöfða þar sem einnig verða reynsluakstursbílar til taks.

Hyggjast bjóða átján mismunandi græna bíla 2025

Hyundai Motor kynnti fyrir skemmstu í Bandaríkjunum NEXO, nýja kynslóð rafknúins vetnisbíls. Bíllinn sem hefur vakið nokkra athygli fer á næstunni í sölu á völdum markaðssvæðum en hann er væntanlegur til Íslands síðar á árinu.

Nýr rafbíll frá Kia kynntur til sögunnar

Kia kynnti nýjan Kia Niro EV rafbíl á CES sýningunni í Las Vegas sem nú stendur yfir. Þetta er annar hreini rafbíllinn frá Kia en fyrir er Kia Soul EV. Kia Niro EV er enn á þróunarstigi en hann verður með 383 km akstursdrægni.

Árið 2017 það versta þegar horft er til alvarlegra slysa og dauðsfalla

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni hér á landi þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þetta kemur fram í viðtali við Ólaf Guðmundsson, tæknistjóra EuroRap á Íslandi en það er Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sem sér um framkvæmd EuroRap á Íslandi.

Áskorun um bættar samgöngur um Kjalarnes

Yfir 4500 hafa skrifað undir áskorun til samgönguráðherra um nauðsynlegar endurbætur á veginum um Kjalarnes. Fram kemur frá hópi fólks, sem berst fyrir bættum samgöngum um Kjalarnes, að í nærri hverri fjölskyldu á Akranesi er einhver sem keyrir Vesturlandsveg til vinnu eða náms. Þetta kemur fram á RÚV.

Volvo CX60 skorar hátt í öryggisprófunum

Sænska járnið, Volvo, hefur lengi haft orð á sér að vera ein öruggasta bílategund í heimi. Það verður bið á því að það breytist á næstunni en Volvo XC60 skoraði hæst í prófunum hjá Euro NCAP í Evrópu og IIHS í Bandaríkjunum sem gerðar voru opinberar á dögunum.

BMW og Benz seljast vel

BMW selst sem aldrei fyrr en í fyrra seldust yfir tvær milljónir bifreiða og er það aukning um rúm 4% frá árinu á undan. Til samanburðar seldust eitt hundrað þúsund fleiri bílar af Mercedes Benz. Forsvarsmenn Mercedes geta líka glaðst en þar á bæ jókst salan um tæp 10% frá árinu 2016 og tróna því efstir hvað þessa lúxusbíla áhrærir.

Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og nefndarmaður í Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis skrifaði grein í tímaritið Þjóðmál um umferðaröryggi og samgöngur á Íslandi. Greinin er athyglisverð og fræðandi og kemur Vilhjálmur víða við í umfjöllun sinni þegar kemur að einu brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar, samgöngum og umferðaröryggi.

Í skoðun að Miklabraut fari í stokk

Á næstu vikum verður birt mat á fýsileika þess að setja Miklubraut í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Kaflinn sem hér um ræðir er um 1,5 km og eru hugmyndir um að stokkurinn verði á einni hæð á um 8-10 metra dýpi með tveimur akreinum í báðar áttir. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í samtali við Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóra Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í dag um málið.