03.01.2018
Umferðin í desember jókst um 9,3 prósent, minna en á síðasta ári en samt er þetta mjög mikil aukning. Umferðin í fyrra jókst um 10,6 prósent sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Þetta kemur fram í gögnum frá Vegagerðinni sem komu út í dag.
03.01.2018
Gríðarleg eftirspurn er eftir rafmagnsútgáfunni af Volkswagen Golf og hafa framleiðendur bílsins vart undan. Starfsfólki í bílaverksmiðjunni í Dresden hefur verið fjölgað til muna og þarf að tvöfalda framleiðsluna til að mæta pöntunum í þennan bíl.
03.01.2018
Aldrei áður hafa nýskráningar ökutækja verið meiri en á nýliðnu ári. 26.226 ökutæki voru nýskráð 2017. Gamla metið var frá 2007 en þá var fjöldi nýskráðra bíla 25.715.
30.12.2017
Orka náttúrunnar tók í gær í notkun nýja hlöðu fyrir rafbílaeigendur við þjónustustöð Skeljungs í Hveragerði. Hún er búin hvort tveggja hraðhleðslu og hefðbundinni. Hlöður ON eru nú orðnar 25 talsins, í öllum landsfjórðungum og hringvegurinn verður orðinn vel fær rafmagnsbílum fyrir páska 2018.
28.12.2017
Frá því að Nissan fór að bjóða nýju kynslóð rafmagnsbílsins Leaf í forsölu í Evrópu fyrir tveimur mánuðum hafa rúmlega tíu þúsund manns lagt inn pöntun, þar af rúmlega sjötíu hér á landi síðan BL hóf forsölu 4. desember. Afhending fyrstu bílanna hefst í febrúar á meginlandinu og í mars hjá BL.
28.12.2017
Eins og komið hefur fram barst Neytendastofu á dögunum tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar.
27.12.2017
K.M þjónustan á Búðardal sem sér um FÍB Aðstoð til félagsmanna í Búðardal og nærsveitum hefur tekið í notkun nýjan öflugan björgunarbíl sem mun efla alla þjónustu á svæðinu til muna.
26.12.2017
Alvarlegum umferðarslysum fer fækkandi þegar tölur frá Samgöngustofu um fjölda umferðarslysa fyrstu tíu mánuði ársins eru skoðaðar. Yfir umrætt tímabil kemur fram að í heild fækkar alvarlega slösuðum og látnum úr 204 í 157 sem er rúmlega 20% fækkun á milli ára.
24.12.2017
Nýjustu bílar Kia fjölskyldunnar, Stinger og Stonic hafa hlotið 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Þessi nýjustu útspil frá Kia hafa fengið mikið lof fyrir framúrskarandi öryggisbúnað og fyrirbyggjandi varnir gegn árekstri.
22.12.2017
Það var líf og fjör í sýningarsal Audi á dögunum þegar Hekla gaf Borgarholtsskóla nýja kennslubifreið fyrir nema á bíltæknibraut. Bíllinn er af gerðinni Audi TT og er glæsilegur tveggja dyra sportbíll. Óhætt er að fullyrða að fáir nemendur fái að leika sér með jafn skemmtilegt tryllitæki.