Fréttir

BMW og Benz seljast vel

BMW selst sem aldrei fyrr en í fyrra seldust yfir tvær milljónir bifreiða og er það aukning um rúm 4% frá árinu á undan. Til samanburðar seldust eitt hundrað þúsund fleiri bílar af Mercedes Benz. Forsvarsmenn Mercedes geta líka glaðst en þar á bæ jókst salan um tæp 10% frá árinu 2016 og tróna því efstir hvað þessa lúxusbíla áhrærir.

Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og nefndarmaður í Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis skrifaði grein í tímaritið Þjóðmál um umferðaröryggi og samgöngur á Íslandi. Greinin er athyglisverð og fræðandi og kemur Vilhjálmur víða við í umfjöllun sinni þegar kemur að einu brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar, samgöngum og umferðaröryggi.

Í skoðun að Miklabraut fari í stokk

Á næstu vikum verður birt mat á fýsileika þess að setja Miklubraut í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Kaflinn sem hér um ræðir er um 1,5 km og eru hugmyndir um að stokkurinn verði á einni hæð á um 8-10 metra dýpi með tveimur akreinum í báðar áttir. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í samtali við Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóra Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í dag um málið.

Lada Sport er enn í framleiðslu

Lada Sport sem margir Íslendingar kannast við hefur ekki alveg sagt sitt síðasta. Bíllinn er enn í dag í boði og í Þýskalandi stendur mönnum honum til boða í sérstakri afmælisútgáfu sem ber heitið Nivan Urban Hipster og er fjórhjóladrifinn.

Heldur dregur úr aukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í desember um fimm prósent sem er minni aukning en í sama mánuði fyrir ári síðan. Árið 2017 jókst umferðin á svæðinu um átta prósent og aðeins árið 2007 má finna meiri aukningu í umferðinni. Þetta þýðir að á hverjum degi fóru 12 þúsund fleiri ökutæki um mælisniðin þrjú en árið áður eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Verð á dísilolíu hvergi hærra

Hæsta verð á dísilolíu í heiminum er á Íslandi en verðið er tíu krónum hærra hér á landi en í Noregi. Á Íslandi kostar lítrinn rúmar 200 krónur en í Noregi um 190 krónur. Í umfjöllun um málið í Fréttablaðinu segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa.

Ólíklegt að Borgarlínan geti uppfyllt þessar miklu væntingar

Stofnkostnaður við Borgarlínu er áætlaður 70-150 milljarðar en fyrir þvílíka upphæð væri hægt að gera margt annað og áhrifaríkara til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingsmaður, sem hann skrifar á vefsíðu sinni frostis.is

Aukin vetrarþjónusta á þjóðvegum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Vegagerðin hafa ákveðið að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfinu í því skyni að bæta umferðaröryggi. Ráðherra og vegamálastjóri hafa að undanförnu kannað með hvaða hætti og hvar helst þarf að bæta þjónustuna og Vegagerðin hefur áætlað kostnað við þessa auknu þjónustu.

Möguleiki á áframhaldandi gjaldtöku þvert á það sem samið var um

Fram kom í fréttum í vikunni að Innheimtu veggjalda í Hvalfjarðargöngum verður hætt í lok sumars enda sé það í takt við það sem samið var um áður en framkvæmdir við göngin hófust fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Stefnt sé að því að Spölur sem rekur Hvalfjarðargöng afhenti ríkinu göngin í lok sumar. Endanleg dagsetning liggi ekki fyrir í þeim efnum.

Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér

,,Niðurfelling á vörugjöldum og virðisaukaskatti á rafbílum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. Það hefur gert þessa bíla þarf af leiðandi mun samkeppnishæfari,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiða eigenda, FÍB, í umfjöllun Stöðvar 2 um mikla aukningu í sölu á rafbílum á síðasta ári.