Fréttir

Mikil aukning umferðar síðan 2012

Umferðin í desember jókst um 9,3 prósent, minna en á síðasta ári en samt er þetta mjög mikil aukning. Umferðin í fyrra jókst um 10,6 prósent sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Þetta kemur fram í gögnum frá Vegagerðinni sem komu út í dag.

Gríðarleg eftirspurn er eftir rafmagnsútgáfunni af Volkswagen Golf

Gríðarleg eftirspurn er eftir rafmagnsútgáfunni af Volkswagen Golf og hafa framleiðendur bílsins vart undan. Starfsfólki í bílaverksmiðjunni í Dresden hefur verið fjölgað til muna og þarf að tvöfalda framleiðsluna til að mæta pöntunum í þennan bíl.

Met slegið í bílasölu

Aldrei áður hafa nýskráningar ökutækja verið meiri en á nýliðnu ári. 26.226 ökutæki voru nýskráð 2017. Gamla metið var frá 2007 en þá var fjöldi nýskráðra bíla 25.715.

Ellefta hlaðan á þessu ári tekin í notkun í Hveragerði

Orka náttúrunnar tók í gær í notkun nýja hlöðu fyrir rafbílaeigendur við þjónustustöð Skeljungs í Hveragerði. Hún er búin hvort tveggja hraðhleðslu og hefðbundinni. Hlöður ON eru nú orðnar 25 talsins, í öllum landsfjórðungum og hringvegurinn verður orðinn vel fær rafmagnsbílum fyrir páska 2018.

Á ellefta þúsund Evrópubúa hafa pantað Leaf í forsölu

Frá því að Nissan fór að bjóða nýju kynslóð rafmagnsbílsins Leaf í forsölu í Evrópu fyrir tveimur mánuðum hafa rúmlega tíu þúsund manns lagt inn pöntun, þar af rúmlega sjötíu hér á landi síðan BL hóf forsölu 4. desember. Afhending fyrstu bílanna hefst í febrúar á meginlandinu og í mars hjá BL.

Eigendur Nissan Phatfinder láti skoða bíla sína

Eins og komið hefur fram barst Neytendastofu á dögunum tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar.

Þjónustuaðili FÍB í Búðardal tekur í notkun öflugan björgunarbíl

K.M þjónustan á Búðardal sem sér um FÍB Aðstoð til félagsmanna í Búðardal og nærsveitum hefur tekið í notkun nýjan öflugan björgunarbíl sem mun efla alla þjónustu á svæðinu til muna.

Umferðarslysum hefur fækkað

Alvarlegum umferðarslysum fer fækkandi þegar tölur frá Samgöngustofu um fjölda umferðarslysa fyrstu tíu mánuði ársins eru skoðaðar. Yfir umrætt tímabil kemur fram að í heild fækkar alvarlega slösuðum og látnum úr 204 í 157 sem er rúmlega 20% fækkun á milli ára.

Stinger og Stonic fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP

Nýjustu bílar Kia fjölskyldunnar, Stinger og Stonic hafa hlotið 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Þessi nýjustu útspil frá Kia hafa fengið mikið lof fyrir framúrskarandi öryggisbúnað og fyrirbyggjandi varnir gegn árekstri.

Bílatæknibraut Borgarholtsskóla fékk kennslubifreið að gjöf

Það var líf og fjör í sýningarsal Audi á dögunum þegar Hekla gaf Borgarholtsskóla nýja kennslubifreið fyrir nema á bíltæknibraut. Bíllinn er af gerðinni Audi TT og er glæsilegur tveggja dyra sportbíll. Óhætt er að fullyrða að fáir nemendur fái að leika sér með jafn skemmtilegt tryllitæki.