26.12.2017
Alvarlegum umferðarslysum fer fækkandi þegar tölur frá Samgöngustofu um fjölda umferðarslysa fyrstu tíu mánuði ársins eru skoðaðar. Yfir umrætt tímabil kemur fram að í heild fækkar alvarlega slösuðum og látnum úr 204 í 157 sem er rúmlega 20% fækkun á milli ára.
24.12.2017
Nýjustu bílar Kia fjölskyldunnar, Stinger og Stonic hafa hlotið 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Þessi nýjustu útspil frá Kia hafa fengið mikið lof fyrir framúrskarandi öryggisbúnað og fyrirbyggjandi varnir gegn árekstri.
22.12.2017
Það var líf og fjör í sýningarsal Audi á dögunum þegar Hekla gaf Borgarholtsskóla nýja kennslubifreið fyrir nema á bíltæknibraut. Bíllinn er af gerðinni Audi TT og er glæsilegur tveggja dyra sportbíll. Óhætt er að fullyrða að fáir nemendur fái að leika sér með jafn skemmtilegt tryllitæki.
21.12.2017
Ásýnd höfuðstöðva BMW í München tók stakkaskiptum í vikunni. Byggingin, sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar hefur jafnan verið kölluð „ sýlindrarnir fjórir“ þar sem turnar höfuðstöðvanna minna strokka í sprengihreyfli; bílvélum BMW.
21.12.2017
Þjónusta Vegagerðarinnar um jólin má sjá hér á yfirliti. Þjónustan er skert yfir hátíðisdagana en er eigi að síður heldur meiri en nokkur síðustu jól. Á það sérstaklega við um Gullna hringinn og Hringveginn austur að Höfn í Hornafirði.
20.12.2017
Daninn Thomas Møller Thomsen var kjörinn forseti FIA Region 1, sem snýr að Evrópu, mið austurlöndum og Afríku, á þingi samtakanna sem haldið var í París á dögunum. Møller Thomas tekur við embættinu af Belganum Thierry Willermarck sem gengt hafði formennsku í fjögur ár.
20.12.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar.
20.12.2017
Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í vikunni.
19.12.2017
Bílaumboðið Askja afhenti á föstudaginn fimmhundraðasta Mercedes-Benz fólksbílinn á árinu. Þetta er metsala hjá Mercedes-Benz á Íslandi á einu ári.
18.12.2017
Ný mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar voru tekin í notkun fyrir helgina. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra klippti á borða til að hleypa umferð um þetta nýja mannvirki. Gatnamótin leysa af hólmi hættuleg gatnamót á þessum stað og auka þannig umferðaröryggið.