05.01.2018
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur rafbílaframleiðandinn Tesla staðið frammi fyrir vanda en sala á bílum frá fyrirtækinu hafa ekki gengið sem skildi.
04.01.2018
Innheimta veggjalda í Hvalfjarðargöngum verður hætt í lok sumars en fram kemur að það sé í takt við það sem samið var um áður en framkvæmdir við göngin hófust fyrir rösklega tuttugu árum síðan. Göngin, sem eru um 6 km löng, voru formlega opnuð 11. júlí 1998 en framkvæmdir hófust tveimur árum áður.
04.01.2018
Í tölum sem Vegagerðin birti í gær kemur í ljós að umferðin í fyrra jókst um 10,6 prósent sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Undanfarin ár, eða síðan 2012 hefur umferðin aukist tvöfalt meira en að meðaltali síðan 2005 eða um 7,6 prósent meðan meðaltalið á ári yfir allt tímabilið er 3,4 prósent.
03.01.2018
Umferðin í desember jókst um 9,3 prósent, minna en á síðasta ári en samt er þetta mjög mikil aukning. Umferðin í fyrra jókst um 10,6 prósent sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Þetta kemur fram í gögnum frá Vegagerðinni sem komu út í dag.
03.01.2018
Gríðarleg eftirspurn er eftir rafmagnsútgáfunni af Volkswagen Golf og hafa framleiðendur bílsins vart undan. Starfsfólki í bílaverksmiðjunni í Dresden hefur verið fjölgað til muna og þarf að tvöfalda framleiðsluna til að mæta pöntunum í þennan bíl.
03.01.2018
Aldrei áður hafa nýskráningar ökutækja verið meiri en á nýliðnu ári. 26.226 ökutæki voru nýskráð 2017. Gamla metið var frá 2007 en þá var fjöldi nýskráðra bíla 25.715.
30.12.2017
Orka náttúrunnar tók í gær í notkun nýja hlöðu fyrir rafbílaeigendur við þjónustustöð Skeljungs í Hveragerði. Hún er búin hvort tveggja hraðhleðslu og hefðbundinni. Hlöður ON eru nú orðnar 25 talsins, í öllum landsfjórðungum og hringvegurinn verður orðinn vel fær rafmagnsbílum fyrir páska 2018.
28.12.2017
Frá því að Nissan fór að bjóða nýju kynslóð rafmagnsbílsins Leaf í forsölu í Evrópu fyrir tveimur mánuðum hafa rúmlega tíu þúsund manns lagt inn pöntun, þar af rúmlega sjötíu hér á landi síðan BL hóf forsölu 4. desember. Afhending fyrstu bílanna hefst í febrúar á meginlandinu og í mars hjá BL.
28.12.2017
Eins og komið hefur fram barst Neytendastofu á dögunum tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar.
27.12.2017
K.M þjónustan á Búðardal sem sér um FÍB Aðstoð til félagsmanna í Búðardal og nærsveitum hefur tekið í notkun nýjan öflugan björgunarbíl sem mun efla alla þjónustu á svæðinu til muna.