11.01.2018
Lada Sport sem margir Íslendingar kannast við hefur ekki alveg sagt sitt síðasta. Bíllinn er enn í dag í boði og í Þýskalandi stendur mönnum honum til boða í sérstakri afmælisútgáfu sem ber heitið Nivan Urban Hipster og er fjórhjóladrifinn.
10.01.2018
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í desember um fimm prósent sem er minni aukning en í sama mánuði fyrir ári síðan. Árið 2017 jókst umferðin á svæðinu um átta prósent og aðeins árið 2007 má finna meiri aukningu í umferðinni. Þetta þýðir að á hverjum degi fóru 12 þúsund fleiri ökutæki um mælisniðin þrjú en árið áður eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
09.01.2018
Hæsta verð á dísilolíu í heiminum er á Íslandi en verðið er tíu krónum hærra hér á landi en í Noregi. Á Íslandi kostar lítrinn rúmar 200 krónur en í Noregi um 190 krónur. Í umfjöllun um málið í Fréttablaðinu segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa.
08.01.2018
Stofnkostnaður við Borgarlínu er áætlaður 70-150 milljarðar en fyrir þvílíka upphæð væri hægt að gera margt annað og áhrifaríkara til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingsmaður, sem hann skrifar á vefsíðu sinni frostis.is
07.01.2018
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Vegagerðin hafa ákveðið að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfinu í því skyni að bæta umferðaröryggi. Ráðherra og vegamálastjóri hafa að undanförnu kannað með hvaða hætti og hvar helst þarf að bæta þjónustuna og Vegagerðin hefur áætlað kostnað við þessa auknu þjónustu.
05.01.2018
Fram kom í fréttum í vikunni að Innheimtu veggjalda í Hvalfjarðargöngum verður hætt í lok sumars enda sé það í takt við það sem samið var um áður en framkvæmdir við göngin hófust fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Stefnt sé að því að Spölur sem rekur Hvalfjarðargöng afhenti ríkinu göngin í lok sumar. Endanleg dagsetning liggi ekki fyrir í þeim efnum.
05.01.2018
,,Niðurfelling á vörugjöldum og virðisaukaskatti á rafbílum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. Það hefur gert þessa bíla þarf af leiðandi mun samkeppnishæfari,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiða eigenda, FÍB, í umfjöllun Stöðvar 2 um mikla aukningu í sölu á rafbílum á síðasta ári.
05.01.2018
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur rafbílaframleiðandinn Tesla staðið frammi fyrir vanda en sala á bílum frá fyrirtækinu hafa ekki gengið sem skildi.
04.01.2018
Innheimta veggjalda í Hvalfjarðargöngum verður hætt í lok sumars en fram kemur að það sé í takt við það sem samið var um áður en framkvæmdir við göngin hófust fyrir rösklega tuttugu árum síðan. Göngin, sem eru um 6 km löng, voru formlega opnuð 11. júlí 1998 en framkvæmdir hófust tveimur árum áður.
04.01.2018
Í tölum sem Vegagerðin birti í gær kemur í ljós að umferðin í fyrra jókst um 10,6 prósent sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Undanfarin ár, eða síðan 2012 hefur umferðin aukist tvöfalt meira en að meðaltali síðan 2005 eða um 7,6 prósent meðan meðaltalið á ári yfir allt tímabilið er 3,4 prósent.