Fréttir

Verðlækkanir í kortunum – stjórnvöld hvött til að lækka skatta á eldsneyti

Miðað við stöðuna eins og hún er núna er líklegt að verðlækknair séu í kortunum. Hrár bens­ín­lítri á heims­markaði kost­ar um 110 krón­ur á Norður-Evr­ópu markaði. Í des­em­ber var meðal­verðið í kring­um 85 krón­ur. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á mbl.is.

Svíar lækka skatta á eldsneyti og bíleigendur fá endurgreiðslu úr ríkissjóði

Sænska ríkisstjórnin lækkar skatta á eldsneyti. Sænskir bíleigendur fá að auki 1.000 sænskar krónur, eða um 14.000 íslenskar krónur, sem eingreiðslu og íbúar í strjábýli fá enn meiri stuðning.

900 milljónir í styrki til orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár. Um er að ræða eina hæstu upphæð sem sjóðurinn hefur úthlutað um árabil.

Ekkert bólar á viðbrögðum stjórnvalda – Írar og Svíar gripið til aðgerða

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði gríðalega í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Lítrínn á bensíni hér á landi fór yfir 300 krónur. Þetta var verðsveifla sem ekki hafi sést í Evrópu í manna minnum og er nú þegar farin að hafa áhrif á rekstur heimilanna, fyrirtækja, alla aðdrætti, flutninga og flug.

Nýskráningar 2.246 það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða það sem af er þessu ári eru 2.246. Yfir sama tímabil á síðasta ári voru nýskráningar 1.511 er því aukningin um 48,6%. Fyrstu tíu vikur þess árs eru nýskráningar til almennra notkunar 69% og til bíaleiga 30,1%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Dýrast að taka bílaleigubíl á Íslandi

Það er dýrast að taka bílaleigubíl á Íslandi en þar á eftir koma Sviss, Ausurríki og Írland. Í júlí 2021 var 40 prósent dýrara að að taka sér bílaleigubíl en árið áður í Bandaríkjunum, og ekki langt á eftir kom Evrópu. Verð fyrir sumarið 2022 stefnir í að verða enn hærra. Þetta kemur fram í tölum sem breskt ferðamálatímarit tók saman.

BL hefur selt þrjú þúsund rafbíla

Bílaumboðið BL afhenti í síðustu viku þrjú þúsundasta rafbílinn frá því að fyrirtækið hóf sölu rafbíla árið 2013. Bíllinn sem afhentur var er af gerðinni BMW iX Atelier xDrive40, sem er nýjasti fjórhjóladrifni jepplingurinn frá BMW.

Verðsveifla sem ekki hafi sést í Evrópu

Hækk­un á eldsneytis­verði á Íslandi undanfarið virðist vera í bein­um tengsl­um við mikl­ar breyt­ing­ar á heims­markaðsverði á olíu og virðist álagn­ing olíu­fyr­ir­tækj­anna sjálfra ekki hafa hækkað.

Draga þarf úr kóbalti í rafbílarafhlöðum

Aukin rafbílavæðing samfara orkuskiptum í samgöngum á landi hefur aukið eftirspurn eftir hráefnum sem notuð eru til að framleiða liþíumjónarafhlöður. Liþíum hefur hækkað í verði um 600% á liðnu ári. Fyrir utan liþíum beinist athyglin séstaklega að kostnaði við hráefnin sem notuð eru í bakskautsframleiðslu (katóðu) rafhlaðna.

Stjórnvöld hvött til að lækka álögur sínar á bensín tímabundið

Bensínverð hefur farið ört hækkandi á síðustu dögum, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur í morgun og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga.