Fréttir

Nýskráningar fólksbifreiða komnar yfir 11 þúsund

Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar 11.065. Á sama tíma í fyrra voru þær 7.986 og nemur aukningin því um 38,6%. Nýskráningar til bílaleiga eru 54,6% og til almennra notkunar 44,6% af því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

,,Þetta sýnir fyrst og fremst fákeppnina á markaðnum“

Heimsmarkaðsverð á Brent hráolíu hefur lækkað um rúmlega 20% frá því í byrjun júní. Á sama tíma hefur bensínverð hér innanlands lækkað lítið. Í umfjöllun í Viðskiptablaðinu segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að fylgni bensínsverðs við heimsmarkaðsverð ekki í samræmi við það sem sést í nágrannalöndunum. Bensínítrinn fór hæst upp í 350 krónur í júní og hefur nú lækkað niður í kringum 336 krónur á lítrann.

Annar umferðarmesti júlí frá því mælingar hófust

Umferðin í júlí um lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum reyndist um prósenti minni en í sama mánuði í fyrra. Samt er þetta annar umferðarmesti júlí frá því mælingar af þessu tagi hófust. Reikna má með að umferðin í ár verði ríflega 1,5 prósenti meiri en árið 2021 að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

55% landsmanna á móti fyrirhuguðum gjaldtökum í jarðgöngum

Meirihluti landsmanna er á móti fyrirhugaðri gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Samkvæmt könnun Maskínu eru 55 prósent landsmanna andvíg gjaldtöku, en ríflega 20 prósent hlynnt henni. Svipað margir segjast í meðalagi hlynntir eða andvígir. Könnunin fór fram dagana 20. til 25. júlí og voru svarendur 1.069 talsins.

Minni eftirspurn í Evrópu og N-Ameríku

Bílaframleiðendur eru farnir að merkja minni eftirspurn í Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar segja vaxandi vísbendingu um að neytendur séu hikandi í kaupum vegna hækkandi verðs og aukinnar verðbólgu.

Verð á eldsneyti lækkar í Svíþjóð

Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði verulega á þriðjudagsmorgun í Svíþjóð. Bensínlítrinn þar í landi kostar 19,98 sænskar krónur eftir lækkunina. Þetta var í fyrsta skipti eftir innrás Rússa í Úkraínu sem verðið fer undir 20 krónur sænskar sem samsvarar um 280 íslenskar krónur. Verðið á dísilolíu er nú 24,71 sænskar krónur lítrinn en hann kostaði yfir 27 krónur um miðjan júní.

Álagning eldsneytis í júlí slær met

Í framhaldi af frétt á FÍB vefnum í síðustu viku um okur álagningu á eldsneyti hér á landi hefur eldsneytisverð lækkað bæði hér á landi og í Danmörku. Mun fákeppni með olíu á Íslandi verða hvati til stjórnvalda um opinbert verðlagseftirlit á viðskipti með þessa nauðsynjavöru þar sem olíufélögin virðast ekki kunna sér hóf?

Ábendingar til ökumanna áður en haldið er út í umferðina

Verslunarmannahelgin hefur í gegnum árin verið ein mesta ferðahelgi ársins. Líkt og alltaf beinir FÍB því til ökumanna sem ætla að vera á ferðinni að gefa sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina. Munið að taka enga áhættu með framúrakstri, stillið hraðanum í hóf og spennið beltin. Markmiðið er að njóta ferðalagsins og tryggja að allir komi heilu og höldnu á áfangastað.

Aðgerðir vegna fyrirsjáanlegra vatnavaxta undir Eyjafjöllum

Á næsta sólarhring 26. júlí er búist við gífurlegri úrkomu víða undir Eyjafjöllum og á sunnanverðum jöklum á svæðinu.Vegagerðin verður með eftirlit með brúm og vegum á hringvegi á meðan veðrinu stendur að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Olíufélögin fljót að hækka en sein að lækka

,,Olíufélögin hér á landi rukka of hátt verð fyrir eldsneyti. Þau séu fljót að hækka verð þegar heimsmarkaðsverð fer upp á við en séu að sama skapi sein að lækka verðið þegar heimsmarkaðsverð lækki eins og reyndin hefur verið á síðustu vikum,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í morgunþætti á Rás 2 í morgun.