09.02.2022
Svíar hafa á síðustu mánuðum verið að endurnýja bílaflota lögreglunnar. Undir lok síðasta árs var farið að afhenta fyrstu bílana og nú hafa yfir tvö hundrað bílar verið teknir í notkun.
07.02.2022
Ökuaðstoðarkerfi Subaru Outback fékk hæstu meðaleinkunn (88,8%), fimm stjörnur, fyrir framúrskarandi öryggi og afköst. Þetta kemur fram í mati evrópsku öryggisstofnunarinnar, Euro NCAP, sem er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu. Úttektin á aðstoðarbúnaði fólksbílaframleiðenda fór fram á árunum 2020 og 2021.
06.02.2022
Ekkert ferðaveður verður á landinu aðfaranótt og að morgni mánudagsins 7. febrúar. Vegagerðin hefur gefið út áætlun um lokun á helstu vegum. Vegfarendur eru hvattir til að halda kyrru fyrir en að skoða að öðrum kosti vel vef Vegagerðarinnar áður en lagt er af stað og/eða hafa samband við umferðarþjónustu Vegagerðarinnar í síma 1777. Einnig má benda á að ölduspá er afar slæm aðfaranótt þriðjudags.
06.02.2022
Umferðin á Hringveginum dróst saman um nærri sex prósent í janúar miðað við janúarmánuð í fyrra. Umferð dróst mest saman í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en jókst hinsvegar töluvert á Austurlandi. Umferð um teljara á Mýrdalssandi jókst mikið og meira en tvöfaldaðist af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
03.02.2022
Lúxsusbíllinn Mercedes-Benz EQS háði mjög jafna keppni við uppáhaldsbíl almúgans; Tesla Model 3 í drægnikeppni 31 rafbíls í Noregi um hver kæmist lengst á rafhleðslunni. Þetta kemur fram í vetrarrafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, og FÍB sem gerð var á dögunum.
01.02.2022
Nú liggja fyrir sölutölur á bílum í Evrópu fyrir árið 2021 og kemur í ljós að hún hefur ekki verið minni síðan 1985. Í Evrópusambandslöndunum, auk Bretlands, Noregs og Sviss voru nýskráningar alls 11,75 milljónir bíla.
01.02.2022
Um áramótin tóku gildi breytingar á aðkomu og eftirfylgni faggiltra skoðunarstöðva og Samgöngustofu við innheimtu bifreiðagjalds, samkvæmt breytingum á lögum nr. 39/1988 , um bifreiðagjald, sbr. lög nr. 139/2021 , þannig að innheimtuþáttur bifreiðagjalds verður nú að mestu leyti verkefni innheimtumanna ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu.
31.01.2022
Í nýskráningum fólksbifreiða fyrir janúar kemur fram að hlutdeild nýorkubíla vex jafnt og þétt. Í tölum frá Bílgreinasambandinu kemur fram að sala á þeim nam alls 83,3% af heildarsölunni. Hreinir rafbílar tróna í efsta sætinu með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%. Heildarnýskráningar voru 885.
28.01.2022
Bílaframleiðsla á Bretlandi fór í gegnum miklar hremmingar á síðasta ári og hefur framleiðsla á bílum þar í landi ekki verið minni síðan 1956. Heimsfaraldur og skortur á hálfleiðurum og öðrum íhlutum kom hart niður á framleiðsluna.
27.01.2022
Félag norskra bifreiðaeigenda, NAF, og FÍB, hafa birt niðurstöðu úr vetrarrafbílarannsókn sinni en um er að ræða eitt stærsta próf sem fram hefur farið á þessu sviði til þessa. Í prófuninni var raundrægi rafbíla í vetraraðstæðum skoðað og enn fremur hvernig bílarnir bregðast við þegar rafhlaðan er að tæmast.