09.03.2022
Vegagerðin beinir því til ökumanna að víða á Suður- og Vesturlandi eru holur að myndast í vegum og eru ökumenn beðnir að aka með gát á meðan unnið er að viðhaldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við því að víða hafi myndast hættulegar holur á stofn og tengibrautum en að sögn lögreglu hafa tugir bíla skemmst af völdum holanna. Í færslu lögreglunnar er biðlað til ökumanna að fylgjast vel með yfirborði gatna og aka varlega þar sem unnið er að viðgerðum.
08.03.2022
Tíðin að undanförnu hefur valdið því að margir bifreiðaeigendur hafa orðið fyrir tjóni á bílum sínum vegna slæms ástands á götum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Þetta ástand hefur sérstaklega skapast þegar klakinn bráðnar þá koma holurnar í ljós. Skemmdir verða á bifreiðum með ýmsum hætti og dekk springa. Undirvagnar bílanna er viðkvæmir fyrir viðnámi sem verður þegar þeir fara ofan í djúpar holur.
07.03.2022
Borið hefur á mikilli vatnssöfnun á vegum og götum landsins undanfarið. Þetta tengist m.a. rysjóttri tíð, storma- og úrkomusamri veðráttu með frosta- og hlákuköflum á víxl. Snjóruðningar, klaki, rok og rigning. Oft finnur leysingavatnið ekki farveg í fráveitukerfin enda niðurföll víða í klakaböndum. Mikill klaki og þéttur snjór er á mörgum götum og vegum. Að undanförnu hafa vegir verið að koma mjög illa undan vetri og mikið um holur og hvörf í vegakerfinu. Vatn safnast fyrir í holum, hvörfum, álum og í dældum eða við stífluð niðurföll. Bíleigendur þurfa að sýna aðgát og vera við öllu búnir til að draga úr líkum á tjóni.
07.03.2022
Ökumenn hafa ekki farið varhlutan að slæmri færð sem hefur verið götum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Þungur snjór og mikil klakamyndun hefur myndast sem gerir ökumönnum erfitt að komast leiðar sinnar og á það alveg sérstaklega við í húsagötum. Snjóruðningstæki á vegum borgarinnar hafa vart undan að brjóta klakann og ryðja götur.
07.03.2022
Japanska fyrirtækið Panasonic áformar byggingu á stórri rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum til framleiðslu á rafhlöðum fyrir bílaframleiðandann Tesla. Panasonic er að leita að landi til kaupa í Oklahoma eða í Kansas nálægt Texas. Fyrirhuguð bygging er talin muni kosta nokkra milljarða dollara.
04.03.2022
Í kjölfar hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu er ekki talið ólíklegt að útsöluverð á bensíni fari yfir 300 krónur hér á landi. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í Morgunblaðinu í dag.
03.03.2022
Nýskráningar í nýjum fólksbifreiðum fyrstu tvo mánuði þess árs voru alls 1.767. Á sama tíma í fyrra voru nýskráningar alls 1.133 og er því um að ræða 634 fleiri bíla það sem af er árinu. Hlutdeild nýorkubíla á markaðnum eykst jafnt og þétt og er um 81,7%.
03.03.2022
Ökumenn hafa ekki farið varhlutan að slæmri færð sem hefur verið í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Mikil ofankoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í janúar og febrúar þó hægt hafi á henni á síðustu dögum.
02.03.2022
Umferðin í febrúar á Hringveginum dróst saman um 16,4 prósent í febrúar og hefur aldrei á þessum árstíma dregist jafn mikið saman. Sama á við um umferðina frá áramótum. Hér munar mestu um samdrátt í umferð um Hellisheiði sem kemur ekki á óvart miðað við veðurfar og þar af leiðandi óvenju tíðar lokanir það sem af er ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.
01.03.2022
Systurfélag FÍB í Finnlandi, Autoliitto, sem hefur verið með aflsláttarsamning við olíufélagið Teboil í Finnlandi, hefur ákveðið að slíta samstarfinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta félag er í meira hluta eign rússneskra aðila.